Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Íslenskt

Gengið og hjólað í skólann

Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann  og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.  

Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.

Flokkur: Íslenskt

Lea Karen fær þríhjól

Eftir að hafa heimsótt vinkonu sína, Leu Karen, á leikskólann Stekkjarás, fékk Brynja Brynleifsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, þá hugmynd að hægt væri að setja saman tvö þríhjól og gera þau þannig úr garði að barn sem er sjónskert eða blint gæti setið á aftara hjólinu en sjáandi barn á því fremra. Þannig þyrfti Lea Karen ekki að vera háð starfsmönnum leikskólans þegar hún vildi fara út að hjóla heldur gæti brunað um skólalóðina með vinum sínum.

Flokkur: Íslenskt

Rúmlega 200.000 reiðhjól flutt inn á síðustu tíu árum

  • Reiðhjólaverslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu
  • Helmingi færri fólksbílar

Á árunum 2002 til 2011 voru flutt inn ríflega 206.000 reiðhjól til landsins. Þótt sala á reiðhjólum hafi dalað í kjölfar hrunsins eru enn að bætast við hjólreiðaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessa dagana taka reiðhjólaverslanir við nýjum hjólasendingum og ljóst að þeir sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr mikilli flóru að velja.

Flokkur: Íslenskt

Hjólastígur umhverfis Mývatn

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman tillögu um samfellda hjólaleið umhverfis Mývatn.  Hjólaleiðin á að opna á möguleika hjólreiðafólks til að upplifa og ferðast um landslag og náttúru Mývatnssveitar út frá forsendum vistvænna samgangna og um leið að stuðla að öruggari umferð á þjóðvegum innan sveitarinnar.

Flokkur: Íslenskt

Umhverfisvænn ferðamáti

Í október 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun er hugsuð sem trúverðug leið til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í henni kemur fram að ráðgert sé að Ísland dragi úr losun slíkra lofttegunda um 50-75 prósent til ársins 2050. Áætlunin inniheldur tíu lykilaðgerðir sem setja á í forgang til að mæta markmiðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og alþjóðlegum skuldbindingum til ársins 2020. Ein af þeim aðgerðum inniheldur meðal annars eflingu hjólreiða í íslenskum samgöngum. Þar er mælt með fjárfestingu í hjólreiðastígum, en sú fjárfesting er talin borga sig með sparnaði í eldsneytiskostnaði. Stígagerð er þó ekki eina tillagan, heldur telja höfundar áætlunarinnar einnig nauðsynlegt að stuðlað sé að átaki til að efla hjólreiðar, þar sem aukin fræðsla og lægri umferðarhraði í ákveðnum götum eru höfð að leiðarljósi.

Flokkur: Íslenskt

Hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Lénið Hjólavefsjá.is hefur legið niðri undanfarnar vikur og óvíst hvort það verði virkjað aftur en hægt er að nálgast sömu upplýsingar á vefnum http://ridethecity.com/iceland. enda vísaði lénið bara þangað.

Reykjavik.is/hjolavefsja vísar einnig á sama stað.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig gefið út kort af hjólaleiðum í tengslum við samgönguviku á hverju ári undanfarin ár.

Flokkur: Íslenskt

Bann án viðurlaga á Suðurgötu

Suðurgata -mbl.is„Þetta er vilji borgarinnar að þarna sé sett einstefna og lögreglustjórinn þarf svo að samþykkja það,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir nokkrum mánuðum setti Reykjavíkurborg upp einstefnumerki á Suðurgötu við gamla kirkjugarðinn í Reykjavík. Geir Jón segir borgina hafa farið út í þá aðgerð án þess að fyrir lægi samþykki lögreglustjóra.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðamenn vilja ekki hjálmaskyldu

„Reiðhjól eru öruggasta faratæki sem völ er á í borgarumferð á Íslandi,“ segir Páll Guðjónsson sem situr í laganefnd Landsamtaka hjólreiðarmanna. „Hér á landi hefur hjólreiðarmaður ekki látist í umferðinni í tólf ár. Þrátt fyrir það er sífellt verið að senda þau skilaboð að hjólreiðar séu hættulegar,“ segir Páll.

Flokkur: Íslenskt

Reiðhjólalöggur tóku Vespu-mann úr umferð

visir-logo-sqTveir lögreglumenn á reiðhjólum tóku ökumann vespu-bifhjóls úr umferð á Akureyri í nótt þar sem hann reyndist undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á Mýrarvegi við Kaupvang og var Vespumaðurinn sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögreglumenn á Akureyri eru farnir að nota reiðhjól til eftirlits að næturlagi, enda heyra lögreglumenn þá betur til innbrotsþjófa, og þjófarnir heyra ekki lögregluna nálgast.

Flokkur: Íslenskt

Brunað niður Skálafell á hjóli

frettabladid-110719aSkálafell Bike Park opnaði formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann. Opið er frá 12 til 16 allar helgar.

Flokkur: Íslenskt

Tvær hjólabrautir opnar í Skálafelli

bikepark-facebookBúið er að leggja tvær hjólabrautir í Skálafelli og laga stólalyftuna þannig að ekkert mál er að koma  með hjól, fara upp með stólalyftunni og hjóla síðan niður af fjallinu.

Flokkur: Íslenskt

Eftirlit lögreglu á reiðhjólum

LogreglukonurLögreglan nýtir reiðhjól við eftirlitsstörf í sumar og ræddu þær Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við krakka í sumarskóla Hjallstefnunnar á Austurvelli í dag.
Flokkur: Íslenskt

Hjólar 400 kílómetra á 4 dögum

ThorirKrThorissonÞórir Kr. Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en hann mun hjóla frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar nk. þriðjudag til styrktar Iðju/dagvistun fyrir fatlaða á Siglufi
Flokkur: Íslenskt

Safnar áheitum fyrir Grensásdeild

HavardurTryggvasonHávarður Tryggvason „Ísfirðingur“  leggur af stað þann 22. júní upp í hjólreiðaferð um Vestfirði til styrktar Grensásdeild.  Farinn verður rangsælis hringur um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða , alls  tæplega  700 km vegalengd og um 5000 metrar í hækkanir.

Flokkur: Íslenskt

Hjólalandsliðið tekur þátt í Smáþjóðaleikunum

Logo leikannaHjólreiðanefnd ÍSÍ valdi landsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum, sem fram fer 30. maí til 4. júní. Formlegt landslið var síðast sent út til keppni á Smáþjóðaleikana 2005 og þá náðist ágætur árangur. Ætlunin er að gera mun betur núna enda er liðið skipað hjólreiðafólki sem hefur lagt mikið á sig við æfingar í vetur og reyndar í mörg ár.

Flokkur: Íslenskt

Safna áheitum í hjólaferð

Mynd af BrellunumSex knáar konur sem kalla sig Brellurnar ætla að leggja upp frá Patreksfirði á sjómannadaginn og hjóla rangsælis um Vestfirði til ágóða fyrir blinda stallsystur sína. Leiðin er um 640 kílómetra löng.

 

Flokkur: Íslenskt

Opin heimild til hjálmaskyldu

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) óttast að innanríkisráðherra kunni „að setja á hjálmaskyldu fyrir fullorðna og jafnvel einnig skylda þá til að klæðast endurskinsfatnaði en hann færi heimild til þess skv. nýju frumvarpi til umferðarlaga.

Landssamtökin benda m.a. á að þar sem hjálmaskylda hafi verið tekin upp hafi hjólreiðamönnum fækkað og hjólreiðamönnum sé ekki meiri hætta búin af höfuðáverkum en öðrum vegfarendum.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.