Innanríkisráðuneytið (Samgönguráðuneytið í dag) óskaði eftir umsögn LHM um tillögur í öryggisátt frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), sem koma til vegna rannsóknar á banaslysi sem varð í umferðinni þann 21. desember 2015 þegar ekið var aftan á mann á reiðhjóli á Vesturlandsvegi.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað forkynningu vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað lýsingu deiliskipulags fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna sem Reykjavíkurborg auglýsti með athugasemdarfresti til 20. apríl 2017. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um skipulagslýsinguna.
Greinargerd LHM vegna slyss í Ártúnsbrekku 21. desember 2015
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað uppdrátt af legu nýs hjólastígs meðfram Kringlumýrarbraut frá Suðurhlíðum í Reykjavík að Sæbóli í Kópavogi. Stígurinn kemur í stað eldri stígs fyrir gangandi og hjólandi sem er með blindhornum og hefur skerta stígsýn. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um uppdráttinn.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar.
Samtökin vilja gera eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra Breiðholts þar sem er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögur um breytingu á deiliskipulagi hjá HR. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breytt landnotkun, fjölgun íbúða á byggingarreit nr. 1 og breytt lega stíga og niðurfelling undirganga. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um aðalskipulagið.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) skoðaði tillögu að deiliskipulagi fyrir vestursvæðiið á Seltjarnarnesi. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um skipulagstillöguna.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) skoðaði tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Seltjarnarnesbæ. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) telja margt jákvætt fyrir vistvænar samgöngur í tillögu að endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar og eru samtökin almennt ánægð með tillögurnar þó þau geri einnig nokkrar athugasemdir. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um aðalskipulagið.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) skoðaði tillögu að skipulagslýsing fyrir Fossvogsbrú og þróunarsvæði á Kársnesi. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn við skipulagslýsinguna.
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) skoðaði tillögu að deiliskipulagi fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi. Deiliskipulagið nær yfir Kringlumýrarbraut og nærumhverfi hennar, frá Miklubraut að frárein upp á Bústaðaveg. Í tillögunni felst að komið er fyrir forgangsleið fyrir almenningssamgöngur í norður- og suðurátt ásamt því að skilgreina hjóla- og gönguleið og hljóðvegg meðfram lóðum við Stigahlíð. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.
Landssamtök hjólreiðamanna gerðu umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018.
Á heimasíðu LHM birtist pistill árið 2014 um innflutning reiðhjóla á tímabilinu 1999 til 2013. Til stóð að taka saman nýjan pistil um innflutninginn árin 2014-2105 en við undirbúning kom í ljós að tollflokkun reiðhjóla og rafmagnshjóla hefur ekki verið breytt eins og LHM lagði til á sínum tíma.
Á samfélagsmiðlum hefur verið nokkur umræða um það að bílum sé lagt á nýjum hjólastígum sem liggja meðfram götum en þessi ósíður hindrar umferð hjólandi og gangandi um stíga og gangstéttir.
Vegna anna náðu sjálfboðaliðar LHM ekki að vinna formlega umsögn um þessa skýrslu en Morten Lange sendi eftirfarandi punkta í eigin nafni fyrir hönd LHM.
Í haust varð LHM þess áskynja að unnið væri að hönnun hjólastígs sem liggja á hringinn í kringum Seltjarnarnes. Um er að ræða að tvöfalda núverandi stíg og byggja hjólastíg samsíða honum meðfram Norðurströnd að Gróttu og sunnan við Bakkatjörn að Suðurströnd.
Forhönnunin var kynnt á fundi með LHM, Landmótun og Hnit og fulltrúum frá Reykjavíkurborg. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi LHM 16. september s.l.
Ályktun stjórnar LHM um Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015- 2020 - Reykjavík 10. ágúst 2015
Beinist til Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar: Sent til: Kristinn Jón Eysteinsson <
Í hjólreiðaáætlunin er talað um skipun starfshóp og helstu verkefnin skv. erindisbréfi tilgreind.
Það er vel að áætlunin sé endurskoðuð og þetta er góð áætlun sem stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna tekur heils hugar undir. Lítið er þó fjallað um stöðu hjólreiða í stjórnkerfinu, ekkert er fjallað um hjólreiðar barna á skólatíma (t.d. í sund) og ekkert er fjallað um hjólreiðaferðamennsku.
Það vantar að gefa hjólreiðum aukið vægi í stjórnkerfi borgarinnar með því að þar sé sérstakt embætti með nauðsynlegt vægi til að vera leiðandi í málefnum hjólandi umferðar. Slíkt þekkist í nágrannalöndum og víðar s.s. Portland og New York.
Hér koma okkar athugasemdir.„rauður skáletraður texti er úr hjólreiðaáætluninni“
Kafli um markmið:
„meginmarkmið Hjólreiðaáætlunar 2015-2020 [er] að auka hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum í borginni.“
Ferðavenjukannanir sem eru gerðar í miðjum haustlægðum í október og nóvember gefa ekki endilega rétta sýn á hlutdeild hjólreiða yfir árið og það væri æskilegt að bæta aðferðirnar. Að fjölga könnunum og dreifa þeim betur yfir árið, gæfi haldbærari upplýsingar. Markið um hlutdeild ætti að setja mun hærra en gert er í Aðalskipulagi (sem miðar þá væntanlega við þennan gallaða mælikvarða) og miða frekar við það sem best gerist í svipuðum borgum í nágrannalöndum.
„Hjólreiðakerfið skal vera byggt upp af vönduðum og fjölbreyttum lausnum sem henta við ólíkar aðstæður“
Betra væri að segja
Hjólreiðakerfið skal byggt upp af vönduðum lausnum sem taka mið af bestu fáanlegu þekkingu og miða að fjölbreytileika fólks sem hjóla og tilgangi hjólreiða.
Því ber að fagna að áfram verði unnið eftir hönnunarleiðbeiningum Reykjavíkurborgar. Stjórn LHM telur að full þörf sé á því að yfirfara núverandi stíga með hliðsjón af þeim og laga þá þannig að þeir standist þær lágmarkskröfur sem þar eru settar fram.
Einnig þarf átak í að hreinsa upp leifarnar af hinum svokölluðu 1+2 merkingum en þær eru slysagildrur. Þar er skilið á milli gangandi og hjólandi með óbrotinni línu þar sem hjólandi umferð í báðar áttir er ætlað að deila rými sem dugar varla fyrir aðra áttina.
Áhyggjur vekja ummæli sem höfð voru eftir Hjálmari Sveinssyni á mbl.is 4. ágúst 2015 og virðast geta boðið endurvakningu þessa vonda fyrirbæris:
„Fótgangandi og hjólandi fólk á alveg að geta deilt sama stíg, sem aðskilinn er með áberandi línu, ef farið er varlega,“ sagði Hjálmar.
Enn fremur er þörf á átaki við að lagfæra sjálfvirknibúnað í umferðarstýringum þannig að hann þjóni þeim fjölbreyttu farartækjum sem nota götur borgarinnar. Það er löngu þekkt að skynjarar við umferðarstýrð ljós skynja víðast ekkert nema bifreiðar og hjólandi er ekki boðinn neinn annar valkostur en að fara yfir á rauðu.
Sumstaðar er þetta viðurkennt vandamál eins og í Idaho þar sem umferðarreglur leyfa hjólandi að fara yfir á rauðu ljósi meti hjólandi vegfarandi það öruggt og ekki til óþæginda fyrir aðra og París er að prófa sig áfram með svipað á völdum stöðum. Hér er regluverkið annað og klárlega brotið á rétti hjólandi með núverandi fyrirkomulagi og úrbóta þörf áður en fleiri ákveða að hunsa reglur sem ekki virðist hægt að fylgja. Ef þetta skyldi þykja of stór og þung verkefni, þá væri eitt skref í áttina að funda um málið, búa til yfirlit umferðarstýringa og setja upp lítil upplýsingaskilti eða merkingar á malbikið sem sýna hvar stýringarnar eru.
Mikið hefur breyst frá því hjólreiðar voru leyfðar á gangstéttum, stærri og hraðskreiðari vélknúin tæki eru komin til sögunnar og fara illa saman með gangandi umferð á öllum gangstéttum. Það mætti skoða að í stað þess að setja þau undir þau ákvæði sem annars gilda um reiðhjól væru þau í sér flokki. Þeim væri líkt og reiðhjólum aðallega ætlað að ferðast um á akbrautum en leyft að nota stærri stíga meðfram þungu umferðargötunum þar sem hönnun þeirra bíður upp á það með tilliti til hraða þessara farartækja og væru þeir stígar þá sérstaklega merktir með skiltum. Klárlega eiga þessi farartæki ekki heima á öllum gangstéttum s.s. þröngum gangstéttum eldri hverfa.
„Ásamt því verður farið í fjölbreyttar aðgerðir aðrar en framkvæmdir sem kalla má mjúkar aðgerðir til að fjölga þeim sem hjóla.“
Það mun vera mörgum óljóst hvaða skilning ber að leggja í mjúkar, þó það komi fram í samhenginu. Kannski er til betra orð. En það væri hvort sem er mikilvægt að setja strax fram nokkur dæmi, eða vísa í aðgerðir „III -Auknar hjólreiðar barna og unglinga“ og „IV - Fjölgun þeirra sem hjóla til vinnu“..
Það má benda á kennslu í Hjólafærni (Bikability) sem álitlegan kost líkt og gert er í Bretlandi og víðar. Bæði til ákveðinna árganga í skólum og regluleg opin námskeið fyrir fullorðna sem vilja læra hvernig best er að bera sig að og öðlast það sjálfsöryggi í umferðinni til að það nái að tileinka sér þennan fararmáta.
„3-5% af árlegu fjármagni Reykjavíkurborgar til eflingar hjólreiða verði varið í þessar mjúku aðgerðir.“
Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé nægilegt fjármagn til að standa fyrir kynningarátaki, efla samvinnu við atvinnulífið, standa fyrir fræðslustarfsemi, t.d. opin námskeið í Hjólafærni og e.t.v. stofna embætti umboðsmanns virkra samgangna í ljósi þess mikla sparnaðar sem hver sem gengur eða hjólar hefur fyrir samfélagið.
Það má líka gefa ljós, bjöllur, endurskin á ökkla, gefa út leiðbeiningar, fræðsluefni, birta auglýsingar o.fl.ofl.
Af þessu má líka skilja að 95-97% af öllu fjármagni fari í framkvæmdir. Kostnaður við framkvæmdir sem eru blandaðar, þ.e. þar sem gatan, stokkar og lagnir sem henni tengjast eru endurnýjaðir auk lagningar hjólreiðastíga má ekki skrifast alfarið sem hjólreiðaframkvæmdir! Það er þó vissulega fagnaðarefni að hjólreiðastígar séu lagðir samfara endurnýju stokka og lagna.
„Hlutfall hjólaleiða af heildar stígakefinu sem eru aðgreindar frá bílum og gangandi verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.“
Það eru margar leiðir til að fjölga þeim sem hjóla til samgangna. Það er hægt að fjölga hjólreiðamönnum með lækkuðum umferðarhraða (t.d. með þrengingum), göngugötum og samrými (e. shared space) en slíkar aðgerðir væru þvert gegn þessu markmiði. Aðskilnaður er góð leið til að auka öryggistilfinningu hjólreiðamanna einkum yngri hjólreiðamanna, fólks í eldra kantinum og kvenna. Það er þó ekki víst að hann sé alltaf besta lausnin t.d. þar sem um margar þveranir er að ræða. Aðskilnaður getur verið leið að markmiði en þarf ekki endilega að vera markmið í sjálfu sér.
„hjólastæði við alla grunnskóla fyrir 20% af nemendum og starfsfólki“.
Það er frábært að fjölga hjólreiðastæðum og gott ef helmingur þeirra verði yfirbyggður. Stæðin þurfa að vera stellvæn. Þá eiga stæðin að vera örugg, þ.e. að þau séu falin þannig að þjófar og skemmdarvargar geta stundað sína iðju í friði. Það væri einnig athugandi að hafa eftirlitsmyndavélar á stærri hjólreiðastæðum til að koma í veg fyrir stuld og skemmdarverk.
Kannski er rétt að meta þörfina fyrir hjólreiðastæði á hverjum skóla fyrir sig og ætla mætti að þörf væri á fleiri stæðum í gagnfræðiskólum eins og Hagaskóla, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla eða í miðbæjarskólum eins og Austurbæjarskóla.
Minnum á leiðbeiningar borgarinnar um hjólastæði sem voru í fyrstu hjólreiðaáætluninni. Þær eru í ágæti samræmi við á þessa staðla frá Sustrans á Bretlandi um hvernig hjólreiðastæði eigi að vera :
http://www.tfw.org.uk/documents/SustransCycleparkingsheetFF37_000.pdf
Framkvæmdir og aðgerðir 2015 - 2020
Við fögnum þeirri uppbyggingu sem áætluð er og erum boðin og búin til að veita umsögn við einstaka framkvæmdir. E.t.v. ætti framkvæmdaáætlunin að vera sjálfstæð áætlun og að hún væri endurskoðuð á tveggja ára fresti enda hröð þróun í öllu sem nú tengist hjólreiðum og öðrum vistvænum samgöngum. Þar má einkum horfa til aukinnar notkunar rafmagnshjóla og hugsanleg aukning í rafmagnsvespum.
Rétt væri að halda opna kynningarfundi um einstaka framkvæmdir og gefa sem flestum færi á að tjá sig um þær.
Við teljum mikla þörf á betri þverunum við stór gatnamót. Þar eru hlykkjur, lengri bið til að komast yfir en fyrir bílaumferðina, og stundum þvottabretti, sökum þess að malbíkið og undirlagið sé of deigt undir bílunum.
Við gefum okkur betri tíma til að rýna í fyrirhugaðar framkvæmdir en möguleg önnur verkefni væru:
· sérstakar þveranir fyrir hjól meðfram Miklubraut yfir Kringlumýrarbraut og Lönguhlíð og meðfram Kringlumýrarbraut yfir Miklubraut
· hjólastígur meðfram Suðurlandsbraut frá Engjavegi að Langholtsvegi
· betri tenging stígs (brú/undirgöng/hjólaljós) meðfram Bústaðavegi yfir Hringbraut/Miklubraut við stíg á Snorrabraut og/eða við Rauðarárstíg
"Lögð verður sérstök áhersla á góðar og betrumbættar þveranir hjólaleiða yfir gatnamót. Í því tilliti verður gerð greining á mögulegum valkostum þverana, þ.e. undirgöng, brú eða í plani, meðal annars m.t.t. öryggistilfinningar notenda á stígum. Greiningin tengist markmiðinu um aukna öryggistilfinningu og jákvætt viðhorf fólks til hjólreiða"
Við viljum gjarna hafa tækifæri til að koma með athugasemdir þegar þessi greining verður gerð.
Auknar hjólreiðar barna og unglinga
Það virðist oft undir skólastjórnendum sjálfum háð hvort stefnt sé að auknum hjólreiðum. Hjólreiðar (yngri barna) eru bannaðar á skólalóðinni og ákveðin hræðsluvæðing virðist vera í gangi um að hjólreiðar sé hættulegar. Yngstu börnunum er ekki leyft að hjóla á frístundaheimili. Stórum fjárhæðum kann að vera eytt í skólaakstur t.d. í sund og menningarferðir sem væri nánast örugglega betur varið í eflingu hjólreiða.
Það er lykilatriði að foreldrar taka þátt í þessari vinnu.
Fjölgun þeirra sem hjóla til vinnu
LHM og sérstaklega aðildarfélag þess Hjólafærni fagna því að leitað verði samstarfs við ASÍ, þar sem Hjólafærni hafa líka séð að ASÍ ætti að vera ákjósanlegur samstarfsaðili. Festa vinnur nú þegar með framsækin fyrirtæki frá stjórnunarhliðinu og virðist ná góðri tengingu.
Ofar í skjalinu er sett fram : "Mikilvægt er að skapa hjólreiðum þannig umhverfi að allir telji ákjósanlegt að fara ferða sinna hjólandi, óháð kyni og aldri." LHM tekur heilshugar undir þetta og telur jafnframt að rétt sé að leggja áherslu á mannvirki og hvatningu sem getur gert það að verki að fleiri og fjölbreyttari hópar sjá hjólreiðar til samgangna sem valkost. En það heyrast til dæmis raddir um að hjólareinar sem hluti af akbraut, frekar en stígar við hliðina á gangstétt væri æskilegt. Við gerð nýja hjólreiðaáætluninnar og þegar er unnið eftir henni ber að hafa líka í huga þann stækkandi hóp sem vill og getur hjólað hratt og höndlar samvistina við bílaumferð ágætlega, nema þar sem umferð og hraði er mjög mikill. Menn kunna að halda að MAMIL (Middle-aged men in Lycra) passa bara við lýsinguna en þetta er stærri hópur en svo. Hópurinn kann einnig að vera þeir sem hjóla hratt í vinnuna en hjóla hægt til baka og vilja góða, græna upplifun. Þetta gætu líka verði þeir sem sækja barn í leikskóla eða vilja hjóla í góðum félagsskap. Hver einstaklingur getur verið margari „týpur“ sama daginn.
Það mætti leita til LHM og e.t.v. keppnisfélaganna um hvar skóinn kreppir hvað mest fyrir þá sem hjóla hratt. Hvað þarf til að æfingar geti færst af stígum með blindhornum og mörgum gangandi og/eða hægfara hjólreiðamönnumi. Kannski er endurnýjun malbiks efst á Rafstöðvarvegi meðal þess sem gæti hentað slíkum hópi. Stígurinn sem þar kemur mun ekki nýtast þeim sem eru vanir að bruna niður veginn.
Litaðar lykilleiðir og merkingar við hnútpunkta
Þar sem formaður LHM er aðili að þessari vinnu í gegnum starf sitt hjá Vegagerðinni verða ekki gerðar athugasemdir í þessari umsögn. Það er gott að þessi vinna er komin í gang.
Hjólreiðar og almenningssamgöngur
Hjólreiðamenn ættu að geta fengið að samnýta sumar sérreinar almenningssamgangna. Yfirbyggð hjólreiðastæði munu fjölga þeim sem samtvinna hjólreiðar og almenningssamgöngur. Hjólaleigur munu einnig gera það.
Það er ekki nóg að huga að samvinnu hjólreiða og almenningsamgangna. Það þarf að ákveða hvernig eigi að gera það og hver eigi að gera það.
Viðhald og vetrarþjónusta
„Gerð verði úttekt á ástandi hjólaleiða til að meta þörf á viðhaldi.“
Mætti vera:
„Gerð verði úttekt á ástandi hjólaleiða með hliðsjón af hönnunarleiðbeiningum Reykjavíkurborgar til að meta þörf á viðhaldi.“
Í þessari úttekt mætti meta núverandi hjólaleiðir með tilliti til hönnunarleiðbeininganna og bæta leiðir þannig að þær standist þau viðmið sem þar eru sett fram.
Það þarf að hreinsa stíga árið um kring. Ekki dugar að sópa sandinn einu sinni á vorin heldur í hvert skipti sem snjóa léttir því þá verður sandurinn að slysagildrum.
Það væri athugandi að innleiða færðarskráningu stofnstíga.
Rétt væri að búa til viðhaldsáætlun t.d. varðandi holótta stíga og þar sem djúp hjólför myndast þvert á hjólaleiðir.
Samstarf um lög og reglugerðir
Þær reglur og umferðarstýringar sem setja þarf hættulegum ökutækjum líkt og bifreiðum til að halda í skefjum og lágmarka þann gríðarlega skaða sem umferð þeirra fylgir, í slysum og eignatjóni ár hvert, þurfa ekki endilega að vera nákvæmlega þær sömu fyrir t.d. reiðhjól. Fleiri dæmi má nefna eins og borgir þar sem almennt má hjóla á í báðar áttir þó einstefna sé á akstri bifreiða, regla sem hefur gefist vel þar sem hún hefur verið prófuð.
Hjólaleigur
Á Íslandi er rafmagn ódýrt og því líklegt að hér gæti byggst upp rafmagnshjólaleiga sem yrði einstök á veraldarvísu. Hér mætti e.t.v. kalla eftir samvinnu við Háskólasamfélagið, Verkfræðingafélagið, ON og okkur í stjórn LHM.
Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg
Frábært en það vantar samt markmið um fjölda þeirra sem ættu að nýta sér slíkan styrk.
Kafli sem vantar : Samstarf
LHM hefur mikinn hug á að fjölga þeim sem hjóla til vinnu, í ræktina, í búðina, til frístunda, til ferðalaga og jafnvel til keppni. Í störfum okkar höfum við lagt margt til málanna, rekum myndarlegar heimasíður, gefum út bæklinga, stöndum fyrir ráðstefnum og sækjum þær sjálf. Þetta er allt meira og minna gert í sjálfboðaliðavinnu og við myndum fagna því að geta ráðið starfsmann til að sinna þessari vinnu að einhverju leyti. Velvilji og fjármögnun Reykjavíkurborgar, Ferðamálastofu (m.a. í tengslum við hjólreiðaferðamennsku), hjólreiðaklasans á Íslandi og félagsmanna aðildarsamtaka LHM gæti hér skipt sköpum. Þegar fyrrverandi umhverfisborgarstjóri Kaupmannhafnar heimsótti borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson í Evrópskri samgönguvikunni haustið 2014, var eitt af áhersluatriðum hjá honum auk þess að bæta vegvísun með skiltum að efla samstarfið við Landssamtök hjólreiðamann og aðildarfélög þess. Ein leið væri að bjóða hjólreiðasamtökunum að sinna borgandi verkefnum og þar væri æskilegt að einnig kæmi til framlag frá ríkisvaldi. Með þessum hætti hefur Landvernd fengið verkefni s.s. utanumhald um Grænfána-, og Bláfánaverkefnin.
Undir „Aðgerð IX: Samstarf um lög og reglugerðir“ væri ekki úr vegi að skuldbinda sig til samstarfs við hagsmuna- og þekkingaraðila, eins og LHM og helstu sérfræðinga eins og þá sem borgin hefur leitað til hjá verkfræðistofum/ráðgjafafyritækjum. Við hjá LHM teljum líka að við höfum eitthvað til brunns að bera varðandi hjólaleigurnar (eins og sagði ofar), aðgerðum III, IV og fleiru.
Af öðrum sem væri hugsanlegt að stofna til samstarfs við má nefna Krabbameinsfélagið, Hjartavernd, Landlækni, stærri og minni búðir (sem vanta stæði), hjólreiðaverslanir, Ferðamálastofu, Farfugla (sem fá mikið af hjólandi gestum), Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Vegagerðina og erlendar vinaborgir og samtök eins og European Cyclists‘ Federation og Now We Move.
Kafli sem vantar : Fræðsla um bæði aðalskipulag, svæðisskipulag og hjólreiðaáætlun
Það hefur borið á því að mótstaða gegn þeim breytingum sem til stendur að fara í komi fram í blöðum, af hálfu hagsmunaaðila, frjálsra félagasamtaka, stjórnmálamanna og einstaklinga. Oft er vitnað í rök sem eru byggð á misskilningi. Á meðan ekki er hægt að ná til allra, er það von okkar að borgin setji sér sem markmið að svara enn betur, og skipuleggja sig fyrir fram, en ekki láta gagnrýni koma fólki sem er til svara á óvart. Samskiptaáætlun gæti verið lausn á því!
Virðingarfyllst,
fyrir hönd stjórnar LHM
Ásbjörn Ólafsson – formaður LHM
Árni Davíðsson – formaður umsagnarnefndar
Morten Lange – varamaður í stjórn
Páll Guðjónsson – ritstjóri og vefstjóri
Í júní 2015 fengu Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) tækifæri til að gera athugasemdir við greinargerð með forhönnunarteikningum af stofnstíg við Hafnarfjarðarveg yfir Arnarneshæð, sem Garðabær ætlar að leggja ásamt Vegagerðinni.
LHM gerði athugasemdir við við tillögur að breytingu á deiliskipulagi við Sigtún 38 og 40 vegna þess að stígurinn meðfram Kringlumýrarbraut liggur inni á deiliskipulagsreitnum fyrir þessar lóðir.
Í maí var haft samband við LHM vegna tillögu að lagningu stígs úr Reykjanesbæ að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði.
Reykjavík 9. mars 2015
Hér á eftir fara athugasemdir Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) við endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar.
Landssamtökin lýsa yfir ánægju með fyrirhugaða endurskoðun hjólreiðaáætlunar. Að mörgu leyti tókst mjög vel til með fyrstu hjólreiðaáætlun borgarinnar og hún hefur átt mikinn þátt í að vekja hjólandi samgöngur til vegs og virðingar. Af því sem vel hefur tekist til viljum við m.a. nefna eftirtalin atriði, sem alls ekki er tæmandi upptalning:
1. Borgin hefur verið dugleg að leggja stíga og margt verið ágætlega gert þar. Til dæmis Fossvogsstígur frá Ægissíðu inn í Elliðaárdal, stígur meðfram Suðurlandsbraut, stígur meðfram Sæbraut, Borgartúnið, Hverfisgatan, brýrnar yfir Elliðaárnar og stígurinn úr Mjódd í Lindir í Kópavogi. Einnig margar minni framkvæmdir sem of langt mál væri að telja upp.
2. Hjólreiðaáætlunin og almennur vilji borgarinnar til að gera vel í þessum málum.
3. Leiðbeiningar borgarinnar um hönnun fyrir reiðhjól, mjög mikilvægt og vel unnið.
4. Borgin hefur oft sýnt góðan vilja til samráðs og óskað eftir athugasemdum og umsögnum LHM.
5. Nokkrar stofnanir borgarinnar sýna mikinn áhuga og frumkvæði í samgöngumálum almennt og í hjólreiðamálum sérstaklega.
6. Borgin hefur bætt talningar og tölfræði yfir samgöngumáta.
7. Margar hugmyndir hafa komið fram um gerð hjólastíga hjá borginni og virðist þannig vera lifandi áhugi hjá mörgum stjórnmálamönnum og starfsmönnum að halda áfram.
8. Betri Reykjavík og beint fjármögnunarlýðræði í Betri Hverfi.
9. Nýtt aðalskipulag markar leiðina áfram og styður vel við hjólreiðaáætlun og hefur metnaðarfull markmið.
10. Snjóruðningur batnaði mikið í fyrra og í ár m.v. veturinn þar á undan.
11. Kynningarefni borgarinnar um hjólreiðar hefur miðað að því að sýna hjólreiðar sem hversdagslegan ferðamáta, frekar en stunduð í sérfatnaði og með sérbúnað.
Við teljum að nokkur atriði sem beint tengjast hjólreiðaáætlun megi gera betur og ætti hugsanlega að skerpa á þeim atriðum í endurskoðaðri hjólreiðaáætlun. Einnig eru nokkur atriði sem snerta vinnubrögð innan borgarinnar og við framkvæmdir sem þyrfti að laga eða halda betur utanum.
1. Hjólreiðaáætlunin hefur virkað hálft í hvoru munaðarlaus frá því að Pálmi Freyr sleppti af henni hendinni. Æskilegt er að hafa einn aðila í borgarkerfinu sem virkilega heldur utanum hana og framkvæmd hennar og reynir að tryggja að markmiðum hennar sé náð og reynir að fá alla í borgarkerfinu til að ganga í takt.
Tillaga: Búa til stöðu „Cycling Czar“ eins og í N.Y og fleiri borgum, það er vista hjólreiðaáætlunina hjá einum (eða fleiri) starfsmönnum sem hafa það hlutverk að halda utanum hjólreiðaáætlunina, hrinda henni í framkvæmd, fá hin ólíku kerfi borgarinnar til að ganga í takt og sjá til þess að mannvirki séu hönnuð samkvæmt leiðbeiningum borgarinnar. Gefa starfsmanninum nægan tíma til að sinna þessu hlutverki. Helst að hann starfi 100% að þessu. Annar kostur er að teymi innan borgarinnar hafi þetta hlutverk.
2. Borgin hefur verið dugleg í að leggja fé í stíga með tilstyrk Vegagerðarinnar en það vantar að einhver hluti af þessu fé (t.d. 1%) fari í “mjúku” málin eins og hvatningar til hjólandi (t.d. ljós, bjöllur, endurskin á ökkla o.fl.), leiðbeininga-, kynningar- og fræðsluefnis, P.R. vinnu o.fl., o.fl.
3. Æskilegt er að komið verði á föstu samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu innan vébanda SSH til að samræma stígamálin og samgöngumál gangandi og hjólandi.
4. Samgönguvika og aðrir viðburðir eru e.t.v. ekki nægilega sýnilegir meðal almennra viðburða á vegum borgarinnar. Þær virðast snúast mest um listviðburði.
Tillaga: Hafa betri og öflugari samskipti út af viðburðum sem snerta samgöngur.
5. Leggja áherslu á það að hjólreiðamenn séu a.m.k. tveir hópar eða kannski fjórir skilgreindir hópar, og að fólk geti tilheyrt þessum hópum eftir aðstæðum: Þau sem hjóla stundum á götum og vegum, og þau sem aldrei eða nánast aldrei hætta sér út á þá. Það mætti tala um: A. Ung börn, gamalmenni og annað fólk sem er óöruggt eða viðkvæmt + plús venjulegu fólki sem ekki treystir sér út á götum, eða sem stundum kýs að vera ekki á götu. B. Fólk sem hjólar til samgangna og “bjargar sér”, nema mögulega á stofnbrautum á háannatíma. C. Ferðafólk - sem geta verið mismunandi smeykir og ratvísir. D. Keppnis- og íþróttafólk sem fer mjög hratt yfir.
6. Hafa formlegt samstarf við LHM og gera eins og Klaus Bondam , fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar benti á, að gefa sum verkefni til LHM, ásamt fjármagni. Eða auglýsa til umsóknar, með tveggja ára ramma eða álíka. Dæmi : Gæðaeftirlit á hjólaleiðum. Borga fyrir ráðgjafastörf og að halda hjólatengda atburði, svo sem ráðstefnur eða kennslu í viðhaldi reiðhjóla og samgönguhjólreiðar.
7. LHM óskar eftir því að fá að koma með sín sjónarmið eða umsagnir við flestar framkvæmdir sem borgin fer í og varðar hjólandi umferð.
8. Ábendingakerfi borgarinnar „Borgarlandið“ gefur ekki kost á almennilegri endurgjöf eða upplýsingagjöf til þess sem tilkynnir um hvernig ábendingu hans reiðir af. Það væri betra að hafa opið ábendingarkerfi sem gerir þeim sem tilkynnir og öllum almenningi kost á að fylgjast með afdrifum og úrvinnslu ábendinga. Það má t.d. benda á SeeClickFix kerfið sem hefur þessa eiginleika en það geta önnur sveitarfélög líka notað.
9. Betri Reykjavík og Betri hverfi eru góð skref til aukins íbúalýðræðis en það mætti bæta úrvinnslu og endurgjöf til íbúa um afdrif tillagna þeirra. Þá væri eðlilegt að góðar tillögur sem rúmast ekki innan takmarkaðs fjárhags væru teknar til skoðunar og settar í framkvæmd síðar með fé af fjárhagsáætlun borgarinnar.
10. Nú er í gangi vinnu um að koma á fót hjólaleigukerfi. Þetta er vandasamt verk og gott að ræða útfærslur, möguleika og áskoranir við marga aðila, ekki síst LHM, og erlenda sérfræðinga. Það er sennilega flest óákveðið um útfærslu, en hjólreiðaáætlunin ætti kannski að innihalda nokkrar línur um þessi áform.
11. Mikil munur er á stofnunum borgarinnar í samgöngumálum. Borgin ætti að taka frumkvæðið og gefa öllum stofnunum færi á að gera samgöngusamninga og borga samgöngustyrki. Gera þyrfti kannanir á samgöngum starfsmanna á hverjum vinnustað og gera þetta að virkum þætti í umhverfismálum á hverjum vinnustað borgarinnar. Ætti að vera umhverfisstjóri/samgöngustjóri á hverjum vinnustað?
12. Bæta þarf samstarf við menntasvið borgarinnar og gera skoðanakönnun í hverjum skóla á samgöngum skólabarna og kennara.
13. Styðja betur við endurbætur í rammanum sem ríkið er með, lög, reglugerðir, samgönguáætlun. Ætti borgin að óska eftir aðild að Fagráði um samgöngur? Hvernig talar borgin einum rómi út á við með málflutningi sem styður markmið Hjólreiðaáætlunar. Eru verkferlar við umsagnir borgarinnar?
14. Efla uppbyggilegan málflutning, ekki síst gagnvart fjölmiðlum, til að útskýra enn betur þá vegferð sem flestar borgir virðast vera í, þar sem hjólreiðar eru mikilvæg lausn í samgönguskipulagi framtíðarinnar.
15. Innan stjórnsýslu bæði borgar, annarra sveitarfélaga og hjá ríkinu er mikill þekking á lausnum sem miða að bílaumferð sem ferðamáta, en skortur er eðlilega á þekkingu um hjólreiðar. Ætti borgin að styðja fjárhagslega við einhverskonar þekkingarsetur um hjólreiðar, mögulega tengt ReykjavíkurAkademíunni eða álíka?
16. Nauðsynlegt er að hanna og setja upp vegvísakerfi við stígakerfi borgarinnar og alls höfuðborgarsvæðisins sem vísar mönnum leið með svipuðum hætti og vegvísar við vegi. Í Hjólreiðaáætlun ætti að koma fram hvernig slíku vegvísakerfi verði komið upp. Það þarf að hanna og setja upp í samvinnu við Vegagerðina og nágrannasveitarfélög. Búa þarf til nöfn á stíga sem ekki tengjast götum og gefa öllum stígum númer samkvæmt kerfi.
17. Hafa „græna bylgju“ á umferðarljósum þar sem eru komin umferðarljós fyrir reiðhjól, t.d. miðað við 16 km hraða.
18. Það væri gott að fá sjálfvirk umferðarstýrð umferðarljós á stíga með mikilli umferð með skynjara fyrir reiðhjól á gangbrautir yfir götur þar sem ýta þarf á hnapp til að fá grænt göngu/hjólaljós.
19. Annað þessu skylt er að gefa upp tímann fram að næsta græna ljósi, t.d. með niðurtalningu. Oft vita menn ekki hvort ljós koma sjálfkrafa eða hvort hnappur virkar. Mikilvægt er að notendur fái endurgjöf og skynji hvernig ljós virkar. Þetta kæmi sér einnig mjög vel fyrir gangandi vegfarendur og ekki síst fyrir ferðamenn.
20. Þá er viða um borgina umferðarstýrð umferðarljós á götum sem skynja illa eða alls ekki umferð reiðhjóla. Brýn þörf er á að laga þetta allstaðar til að auka öryggi og fækka tilvikum þar sem hjólað er yfir á rauðu ljósi.
21. LHM mælist til þess að fundinn verði betri og öruggari leið til að þvera stofnbrautir til að komast hjá tvískiptum þverunum gangandi og hjólandi yfir stofnbrautir með grindabúri á milli aksturstefna. Þetta er óþægilegt fyrir notendur, erfitt eða útilokað í snjóruðningi og talsvert hættulegt með mörgum 90 gráðu beygjum. Hjólandi umferð á að komast yfir akbraut í einni atrennu og leiðin á að vera án hindrana og beygja. Lausnir á þessu hljóta að vera til og ætti að leita t.d. til Hollands eftir þeim.
22. Viða um borgina eru hindranir á stígum sem skapa hættu og samkvæmt nýlegri úttekt Vegagerðarinnar hafa þær valdið ófáum slysum. Þetta eru t.d. gráir grjóthnullungar og gráar málmslár sem sjást illa t.d. í myrkri eða þegar snjóar yfir. Finna þyrfti aðrar leiðir til að stöðva óæskilega umferð, við sættum okkur betur við stöku bíl en slysagildrur. En að lágmarki ættu slíkar hindranir alltaf að vera vel sýnilegar í áberandi litum, upplýstar og með endurskini til að draga úr slysahættu. Rétt væri að staðla þær lausnir sem eru notaðar og nota frekar polla með ljósi og málaða með sýnileika-málningu.
23. Fá lit eða upphækkanir á þveranir á afreinar af stofnbrautum sem skera hjóla/göngustíga eins og af Kringlumýrarbraut/Engjavegur/Sigtún.
24. Það er enn erfitt að hjóla um miðbæinn nema brjóta lög. Oft er hjólað á móti einstefnu. Til að liðka fyrir væri gott að fá inn að hægt sé að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu (liður 13).
25. Í hönnun og lagningu nýrra stíga er ekki alltaf farið eftir leiðbeiningum borgarinnar um hönnun fyrir reiðhjól. Dæmi er um að útfærslan eða framkvæmdin sé hættuleg fyrir hjólandi og gangandi umferð. Í sumum tilfellum er varla hægt að komast hjá því vegna aðstæðna og samskipti við aðra umferð en í öðrum virðist um hugsunarleysi að ræða, ranga hönnun, illa framkvæmt, lélegt eftirlit og/eða ekki nógu góða öryggisrýni.
Tillaga: Gera þarf öryggisrýni á nýjum framkvæmdum til að: a) tryggja að farið sé eftir leiðbeiningum um hönnun og b) tryggja að útfærsla hönnunar sé eins örugg og hægt er miðað við aðstæður.
26. Á eldri stígum þarf að gera öryggisúttekt til að finna galla á hönnun og skort á viðhaldi þeirra. Meta þarf niðurstöður öryggisúttekta og gera áætlun um úrbætur. Flokka ætti úrbætur í flokkanna meiriháttar aðgerð, minniháttar aðgerð og viðhald. Meiriháttar aðgerðir ættu að koma í framkvæmdaáætlun vegna Hjólreiðaáætlunar og vera metnar og forgangsraðað. Minniháttar aðgerðir ættu í flestum tilvikum að vera metnar og forgangsraðað innan árs eða tveggja ára og vera lagaðar af fjárhagsáætlun ársins. Viðhald er eitthvað sem hverfisstöðvar geta gengið í eftir verkefnalista. Mikilvægt er að viðhaldsverkefni eins og trjáklippingar fari í gagnagrunn eða verkefnalista sem ekki gleymist, því margt af viðhaldinu þarf að framkvæma árlega eða á einhverra ára fresti.
27. Það kemur fyrir að verktakar og framkvæmdaaðilar vinna ekki verk eins og til er ætlast og koma fram gallar á framkvæmd stuttu eftir að þeim lýkur. Til dæmis að kennisnið stígs sé ekki eins og til er ætlast, frostlyfting skemmir stíg á fyrsta vetri, skil á nýju eða viðgerðu malbiki við eldra malbik sé óslétt o.fl.
Tillaga: Þekking verktaka og starfsmanna þarf að vera nóg til að framkvæma verk. Eftirlit með framkvæmdum þarf að tryggja að farið sé eftir hönnun og verk sé unnið eins og til er ætlast. E.t.v. þarf að útbúa leiðbeiningar fyrir eftirlitsaðila borgarinnar til að bæta eftirlit.
28. Við framkvæmd verka þarf að tryggja viðunandi hjálieiðir og að merkingar, öryggi og þægindi gangandi og hjólandi sé í lagi þegar framkvæmdir við götur og hús fara fram. Nú í mars 2015 er eitt slæmt dæmi og eitt betra að sjá á Hverfisgötu af þessu tagi.
29. Það má bæta utanumhald, öflun gagna og miðlun upplýsinga hjá borginni um tölfræði yfir samgöngumáta. Nú er komin einn hjólateljari og talið er á sniðum 4 sinnum á ári og gerð er skoðanakönnun á haustmánuðum (sem ætti að vera í oktober). Þar koma væntanlega inn gagnlegar upplýsingar en það þarf að miðla niðurstöðum meira og betur en nú er gert. Árstíðasveiflan í fjölda hjólandi er vel þekkt. Ferðavenjukönnun var gerð 2002, 2011 og 2014. Þær hafa smásaman verið að nálgast rétta árstímann en æskilegt er að gera Fvk. í sept/okt til að umferð alllra hópa hjólandi komi með. Þegar þær eru gerðar um miðjan vetur eru nær öll börn hætt að hjóla en fvk. nær niður í 6 ára aldur.
30. Skjól er mikilvægt fyrir hjólandi og gangandi umferð. Skjól er almennt þokkalegt í gróinni og þéttri byggð en mun minna í nýrri hverfum og úthverfum. Í Hjólreiðaáætlun væri hægt að fjalla um þennan þátt og borgin gæti látið gera áætlun um skjólmyndun með gróðursetningum.
31. Skemmdir eru bæði á stígum og sumum götum sem mikið er hjólað á (Laugavegur við Hlemm t.d., og fleiri stöðum þar sem þung umferð skemmir malbikið). Ný hjólreiðaáætlun ætti að stuðla að betri viðhaldi á þessu sviði.
32. Vetrarviðhald. Bæta þarf þjónustu á aðalleiðum þannig að snjó sé rutt þegar þörf er á, þá einnig seinnipart dags og bæta þarf vinnubrögð við moksturinn. Það eru t.d. enn brögð að því að tæki hossast vegna of mikils hraða og skilja eftir sig kamba af snjó. Þá þarf að laga ákveðna stíga sem erfitt er að ryðja vegna þess að þeir eru ósléttir eða vegna krapaelgs af völdum þess að þeir liggja neðar enn landið í kring (rangt kennisnið). Til framtíðar þarf að meta hvaða aðferðir gefast best til að ryðja stíga og hvort eða hvenær hálkuvörn sé æskileg.
Virðingarfyllst
f.h. stjórnar LHM
Árni Davíðsson
formaður umsagnarnefndar.
Fulltrúar LHM eru ánægðir með nokkur meginstef í framkomnu frumvarpi en eru með nokkrar þungar athugasemdir við það. Athugasemdirnar eru settar fram hér að neðan í tveimur köflum, almenn umsögn um frumvarpið og athugasemdir við einstakar greinar þess.
Stjórn LHM óskar eftir því að fá að koma á fund Umhverfis- og samgöngunefndar til að gera nánari grein fyrir máli sinu og svara spurningum. Hér er stutt upptalning á helstu punktum:
* Það þarf skýra skilgreiningu á reiðhjólum, ekki órökstudda skilgreining sem brýtur í bága við málvenju, þrátt fyrir orðaðan ásetning í greinargerð.
* Ekki ætti að að heimila umferð léttra bífhjóla (tegund I) á öllum gangstéttum. Það myndi gangi þvert gegn stemningu í þjóðfélaginu, þar sem mörgum þýkir nógu mörg vandamál koma upp við að gangandi og fólk á reiðhjól samnýta stíga og gangstéttir.
* Ekki ætti að banna létt bífhjól (tegund I) á götum með 50 km hámarkshraða og yfir ( sjálfgefin hámarkshraði í þéttbýli ). Það væri mikill skerðing á ferðafrelsi og brot á meðalhófsreglu. Þar að auki myndi hættan ekki hverfa, heldur færast frá vegum yfir á gangstéttir, og koma niður á gangandi og hægfærari fólki á reiðhjólum, sér í lagi börnum, gamalmennumi og öðrum hópum sem eru viðkvæmir.
* Ekki ætti að banna létt bífhjól á öðrum vegum með hámarkshraða yfir 50 km/klst. Það væri mikill skerðing á ferðafrelsi utan þéttbýlis og brot á meðalhófsreglu.
Frumvarpið er sagt innihalda breytingar sem Íslandi er skylt að innleiða vegna EES samningsins, eða mál sem brýnt þýkir að breyta. Við getum engan vegin séð að þessi útskýring haldi fyrir ofangreind atriði, né að rök hafi verið færð fyrir þeim.
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarpið Umferðarlög (EES-reglur) 102. mál. 144 löggjafarþing 2014-2015
Inngangur: Ferðamenn sem koma með reiðhjól í flugi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa um árabil fengið nokkuð óblíðar móttökur í flugstöðinni og er nú lag að gera betur.
Ef stækka á þjónustusvæði og bæta við bílastæðarými við flugþjónustusvæðið, teljum við rétt að benda á það sem betur má fara í móttöku og brottför ferðamanna sem fara um flugstöðina með reiðhjól meðferðis.
Samkvæmt rannsóknum virðast hjólreiðamenn sem koma til landsins stoppa að jafnaði lengur í landinu en aðrir ferðamenn, hafa tekjur yfir meðaltekjum og almennt vel menntaðir. Þeir ferðast um landið með umhverfisvænum hætti, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þeir kaupa þjónustu um allt land, mat og ýmisskonar þjónustu og afþreyingu.
Jákvæð áhrif aukinna hjólreiða á lýðheilsu, s.s. í baráttunni við offitu, hreyfingarleysi, hjartasjúkdóma, streitu, þunglyndi, mengun og ótalmargt fleira eru einhver þau mestu sem völ er á. Því ætti að hlúa að hjólreiðum og bjóða ferðamenn með reiðhjól sérstaklega velkomna í flugstöðina. Félli það og vel að þeirri ímynd sem við viljum flest að Ísland hafi í hugum gesta.
Umsögnin öll:
Deiliskipulag Keflavíkurflugvallar
2. september barst svar frá Isavia
Svar til LHM vegna athugasemda við deiliskipulag
LHM kom að athugasemdum við hönnun stígs frá Litlaskógi að Brúarlandi í Mosfellsbæ í febrúar 2014. Stígurinn var lagður nú í sumar og tókst ágætlega til frá Litlaskógi að Langatanga en ekki eins vel frá Langatanga að Þverholti meðfram Bjarkarholti og Háholti.
LHM gerði athugasemdir við tillögu að endurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar á vormánuðum 2014.
Aðalskipulagið var samþykkt af bæjarstjórn um mitt ár 2014 og er hér: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 til 2025.
Hér er bréf til Hafnarfjarðar með athugasemdum LHM:
Afgreiðsla Hafnarfjarðar á athugasemdum er hér:
Landssamtök hjólreiðamanna sendi öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu bréf haustið 2013 vegna 2+1 metra stígamerkinga á stígum. Það var gert vegna þess að tvö af sveitarfélögunum hafa nýlega tekið upp þessar merkingar nú þegar Reykjavíkurborg er hætt að merkja stígana með þessum hætti. Þá var bent á þau atriði sem sérstaklega átti við hvert sveitarfélag.
Þrátt fyrir að LHM hafi verið ósátt við nokkur atriði í frumvarpi þáverandi umhverfisráðherra til nýrra Náttúruverndarlaga nú í vor, þá tókst að sníða suma af agnúunum af í meðferð þingsins. Hins vegar vegur sú réttarbót, sem fólst í styrkingu almannaréttarins, það mikið að samtökin telja óráð að afnema lögin í heild sinni, heldur þarf eingöngu að færa 19. grein (umferð hjólreiðamanna) í fyrra horf með því að fella 2. mgr. 19. gr. niður. Í raun gangi núverandi lög, ef eitthvað er, óþarflega skammt þegar kemur að almannaréttinum, en góður og skýr almannaréttur á að geta forðað okkur frá umræðu um það hverjir séu verðugir þess að eiga land á Íslandi, og hverjir ekki.
Vilji menn hins vegar ganga lengra í þeim málum, eru núverandi lög mun betri grunnur til að byggja á en eldri lögin.
LHM leggjast því gegn frumvarpinu.
LHM gerði athugasemdir við tillögu að endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030.
Hér er bréf til borgarinnar með umsögn LHM.
Svarbréf Reykjavíkurborgar til LHM er hér.
Hér er sagt frá afgreiðslu nýs aðalskipulags og hér er tekið saman yfirlit yfir athugasemdir gerðar við aðalskipulagið og svör borgarinnar.
Hér að neðan er tekið út svar borgarinnar við athugasemdum LHM:
Nr. 193 Landssamtök hjólreiðamanna
Athugasemd: Ýmsar ábendingar við stefnuna um Vistvænar samgöngur og almenn markmið
aðalskipulagsins.
Umsögn: Í athugasemd lýsa Landsamtök hjólreiðamanna yfir ánægju með þá stefnu sem kemur fram í nýju aðalskipulagi og telja að stefnan samræmist vel markmiðum þeirra um að auka aðgengi hjólreiða í víðum skilningi. Í ítarlegri athugasemd er margar gagnlegar ábendingar og athugasemdir sem vert er að hafa til hliðsjónar við loka frágang á texta í kaflanum Vistvænar samgöngur, uppfærslu á umhverfisskýrslu, við gerð aðgerðaráætlunar í framhaldi staðfestingar aðalskipulagsins og við gerð hverfisskipulagsins. Ábendingar leiða þó ekki til efnislegrar breytinga á tillögunni. Kort yfir hjólastíga verður þó yfirfarið með hliðsjón af hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, Hjólaborgin og þess gæta að samræmi sé á milli. Minnt er á að stefna aðalskipulags má ekki voru of bindandi varðandi breytingar á legu einstakra stíga eða flokkun þeirra og er það ástæðan fyrir að hjólastígar eru sýndir óflokkaðir á korti aðalskipulagsins. Tekið er líka fram að hjólreiðaáætlunin Hjólaborgin, sem endurskoðuð er með reglubundnari hætti en aðalskipulagið, sé lögð til grundvallar við framfylgd stefnu um bættar hjólasamgöngur.
Viðbrögð/svar: Leiðir ekki til breytinga á tillögu, en texti um forsendur í kaflanum Vistvæntar samgöngur og í umhverfisskýrsla uppfærður með hliðsjón af ábendingum. Kort er sýnir hjólastíga verður yfirlesið og borið saman við kort í Hjólaborginni.
Garðabær auglýsti nú í sumar tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi. Deiliskipulagstillagan var sett fram á tveimur uppdráttum og í greinargerð. Greinargerðina má finna í auglýsingu Garðabæjar. Í tillögunni var m.a. gert ráð fyrir nýjum tengistíg sem er skilgreindur sem göngu- og hjólreiðastígur innan við hljóðmönina meðfram Hafnarfjarðarvegi. LHM gerði athugasemdir við tillöguna í bréfi 27. ágúst 2013.
Samgöngusamningur er formlegur samningur á milli vinnuveitenda og starfsmanna um að starfsmenn sem nýta vistvænar samgöngur á leið til og frá vinnu og eða til ferða á vegum vinnuveitanda. Oftast er starfsmanninum umbunað með einhverjum hætti s.s. mánaðarlegum greiðslum, afslætti af strætógjöldum o.s.frv. Heimilt er að draga slíkar greiðslur eða hlunnindi frá skatti.
Landssamtök hjólreiðamanna hafa tekið saman þetta minnisblað um samgöngusamninga sem og skel um hvernig samgöngusamningur gæti litið úr.
Í vor var fulltrúi LHM boðinn á fund í Garðabæ með fulltrúa Garðabæjar og Landslags ehf. þar sem kynnt var fyrirhugaður stígur í Garðahrauni norðvestan Reykjanesbrautar milli mislægra gatnamóta við Urriðaholt og Vífilsstaðalæk. Einnig var kynnt framhald þessa stígs í suður meðfram Austurhrauni að Kaplakrika. LHM gerði í framhaldinu þessa umsögn um þessa framkvæmd.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar óskaði í bréfi eftir umsögn LHM um tillögu að hjóla- og göngustíg með brúm yfir Elliðaárnar. Stígurinn nær frá nýja hringtorginu við syðri undirgöngin undir Reykjanesbraut í Elliðárdal, yfir "Eyjuna", að gömlu rafstöðinni við Rafstöðvarveg.
Núna í vor auglýsti Hafnarfjörður tillögu að deiliskipulagi fyrir hjólastíg á Bæjarhrauni í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
LHM gerði athugasemdir við deiliskipulagið og benti á mögulegar tengingar við þennan nýja stíg.
Núna í vor var auglýst endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar og gerði LHM athugasemdir við legu stíga meðfram Vesturlandsvegi.
Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna að breytingum á reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð (PDF)
Reykjavík, 26. janúar 2013
Reykjavík, 26. janúar 2013
Fulltrúi LHM í Umferðarráði lagði fram ályktun LHM um Umferðarráð í tilefni af því að fyrirhugað var að leggja niður Umferðarráð og setja á stofn nýtt Fagráð samkvæmt 3. gr. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.
Ályktunin var svo hljóðandi.
Landssamtök hjólreiðamanna, LHM; um gildi og framtíð Umferðarráðs.
* LHM styður þá hugmynd að til sé samráðsvettvangur um samgöngumál þar sem stofnanir og hagsmunaaðilar komi saman. Þar skapast vettvangur til mikilvægra skoðana- og upplýsingaskipta.
* LHM telur rétt að fá hagsmunaaðila gangandi vegfarenda og notendur almenningsfarartækja að þessum samráðsvettvangi. Þessir vegfarendahópar eiga ekki fulltrúa í Umferðarráði í dag.
* LHM bendir á mikilvægi virkra samgangna gagnvart lýðheilsu. Samgöngur ætti að skoða út frá lífvænu borgarumhverfi með ábyrgð gagnvart loftmengun, staðbundna og hnattræna, velferð fólks og huga vel að því að skapa ánægjulegt rými í þéttbýli til að vera manneskja. Máli okkar til stuðnings bendum við á stefnur og skýrslur erlendra stofnanna sem benda á mikilvægi þess að stórefla virkan samgöngumáta. (**)
* LHM telur rétt að stjórnvöld styrki verulega vægi virkra samgöngumáta og hafi vegna þessa gott samstarf við hagsmunaaðila
* LHM óskar eftir því að þeir sem að ráðinu koma, tileinki sér að tala um Virka vegfarendur, þegar talað er um gangandi, hjólandi og þá sem ferðast með almenningsfarartækjum. Vinsamlegast leggið af hugmyndina um óvarða vegfarendur.
Ef af áformum verður um að leggja ráðið niður, væri æskilegt:
a) að nefnd verði skipuð til að ræða hvernig megi í framtíðinni ná þeim markmiðum sem Umferðarráð var sett upp til að þjóna
b) að Umferðarrað verði látið starfa áfram uns nefndin hefur skilað áliti sínu.
Til innblásturs í umræðum um úrbætur mætti nefna :
* Fækka fjölda fulltrúa í ráðinu. T.d. mætti hafa einn sameiginlegan fulltrúa lögreglu, sömuleiðis atvinnuvega tengd bílum.
* Hafa sameiginlega fundi með aðilum úr skipa- og flug-geiranum. Mögulega geta þessir geirar lært eitthvað hvor af öðrum.
* Að almenningur geti óskað eftir að mál séu rædd í Umferðarráði eða þann vettvangur sem tæki við af honum
* LHM telur rétt að til komi greiðsla fyrir fundarsetu hagsmunaaðila sem þurfa að sinna þessari vinnu í sjálfboðaliðastarfi og taka sér frí úr vinnu. Ekki síst er þetta mikilvægt í þeim tilfellum sem er verið að gæta hagsmuna samgöngumáta eða hópa sem opinber stefna er um að efla, vegna fjölmargra kosti virkra samgöngumáta og eflingar almenningssamgangna fyrir almannahag.
Reykjavík 13.desember 2012, fyrir hönd stjórnar
Árni Davíðsson, Morten Lange, Sesselja Traustadóttir
** Hér má nefna sem dæmi aðalskipulög borgarinnar, Íslenskar skýrslur um losun gróðurhúsalofttegunda, samgöngusamningar ráðuneyta og stofnanna, markmiðsgrein samgönguáætlunar og frumvarps til umferðarlaga, skýrslur og verkefni OECD/ITF, WHO, DG Environment og FP7 (ESB), ICLEI, European Mobility Week.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur kynnti LHM tillögu að forhönnun að endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs þar sem gert er ráð fyrir lagningu hjólastígs. Tillögurnar eru dagsettar í september 2012.
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna v. frumvarps til nýrra umferðarlaga, mál 179 á 141. löggjafarþingi.
Umsögninga má lesa hér: PDF skjal.
Það inniheldur einnig:
Áskorun frá European Cyclist Federation (ECF) til íslenskra þingmanna um að hafna frumvarpi um hjálmaskyldu. PDF
Opið bréf sem Lars Bo Andersen, sem manna mest hefur rannsakað áhrif hjólreiða á lýðheilsu, skrifaði þingmönnum danska þingsins þar sem hann skoraði á danska þingmenn að hafna lagafrumvarpi sem átti að banna dönskum ungmennum undir 15 ára aldri að hjóla án reiðhjólahjálms og annað opið bréf undirritað af fjölda sérfræðinga af sama tilefni.
LHM hefur sent bréf og greinargerð dagsettt 1. október 2012 til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sveitarstjórna með tillögum að leiðum fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu, til að tengja saman sveitarfélög og hverfi.
Í frétt á vef Kópavogsbæjar kemur fram að til standi að endurbæta göngu- og hjólreiðastíg meðfram Hafnarfjarðarvegi. Er það í samræmi við nýsamþykkta hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar. Breikka á göngu- og hjólastíginn meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Borgarholtsbraut að undirgöngunum undir Hafnarfjarðarvegi Í Kópavogsdal.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum, 1. úgáfa.
Samþykkt á fundi stjórnar LHM 2. maí 2012.
Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð.
Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á götum með 50 km hraða eða minna.
Hér eru þessar leiðbeiningar á pdf formi
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs óskaði nýverið eftir áliti og athugasemdum LHM við drög að hjólreiðaáætlun Kópavogs. Hér er greint frá þessu á heimasíðu bæjarins.
Hjólreiðaáætlunin var samþykkt af umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins þann 7. maí til bæjarráðs sem samþykkti hana á fundi 24. maí 2012 og afgreiddi til bæjarstjórnar sem samþykkti hana á fundi sínum 12. júni 2012.
Hjólreiðaáætlun Kópavogs hefur því verið samþykkt eins og sagt er frá á vef Kópavogsbæjar 20. júni 2012.
Athugasemdir LHM við hjólreiðaátælunina dagsett 2. maí eru í pdf skjali (76 kb).
Athugasemdir og svör Kópavogsbæjar við athugasemdum LHM dagsett 19. júni er hér í pdf skjali (391 kb)
LHM hefur skilað inn umsögnum um tillögur til þingsályktunar um samgönguáætlanir á 140. löggjafarþingi:
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur kynnti LHM tillögur að hjóla- og gönguleið meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut frá Hlemmi að Sæbraut og óskaði eftir athugasemdum.
Samtökin eru hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Þær samræmast stefnu LHM og þeirri vitneskju sem við höfum um leiðir sem hjólreiðamenn velja sér. Þær eru og í samræmi við tillögur að hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem LHM hefur verið að vinna að. Þar heitir ein leiðin „Suðurlandsbraut“ og nær frá Hlemmi að Elliðavogi um 3,8 km leið. Þau verk sem nefnt er í þeirri áætlun að þarf að gera eru að: „Uppfæra stíg , laga gatnamót, tengja“ sem eru þau verk sem hér eru lögð til en auk þess er hér gert ráð fyrir undirgöngum undir Reykjaveg.
Kynningu á framkvæmdinni má sjá hér á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Teikningar - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (Feb. 2012 - Efla) 18,73 MB
Greinargerð - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (feb. 2012 - Efla) 2,25 MB
Athugasemdir LHM eru hér í pdf skjali.
LHM skilaði athugasemdum (pdf 41 kb) við deiliskipulag Teigahverfis norðan Sundlaugarvegar (pdf 8.4 mb) þann 23. nóvember 2011.
Svar Skipulags og byggingarsviðs (pdf 1,1mb) barst þann 20. desember 2011 með afgreiðslu á athugasemdum LHM.
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi, þingskjal 7, 7. mál á 140. löggjafarþingi. Sent Alþingi 6. nóvember 2011.
Umsögnina má lesa hér: LHM_graena_hagkerfid.pdf
Landssamtök hjólreiðamanna hafa tekið þátt í vinnu starfshóps um "Áratug aðgerða" (A decade of action) sem er starfandi á vegum Innanríkisráðuneytisins.
Í nóvember 2011 lagði LHM fram minnisblað (pdf 69kb) með tillögum um aðgerðir til að sporna gegn slysum og gera hjólreiðar aðengilegri fyrir almenning.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs óskaði nýverið eftir athugasemdum við þær leiðir sem lagðar hafa verið til sem hjólaleiðir.
Í kjölfarið á að skoða hvað hentar á hverjum stað fyrir sig s.s. sér hjólastígar, stígar aðgreindir með merkingum eða hjólastígar á götum.
LHM skilaði athugasemdum (pdf 356 kb) í júli 2011 við tillögur (pdf 675 kb) að álagsbílastæðum við Víkingsheimilið austast í Fossvogsdal. Bílastæðin eru á deiliskipulagi.
Í tillögu borgarinnar var vikið frá legu hjólastígs á deiliskipulagi í kringum bílastæðið en breytingin er þó líklega til bóta.
Í athugasemdum LHM er einnig gerðar tillögur að legu hjólastíga i kringum þetta svæði.
Landssamtök hjólreiðamanna hafa tekið þátt í vinnu starfshóps um "Áratug aðgerða" (A decade of action) sem er starfandi á vegum Innanríkisráðuneytisins. Áður en vinnuhópurinn fór í sumarfrí lagði LHM fram minnisblað (pdf 100kb) til að koma að sjónarmiðum samtakanna varðandi aðgerðir sem eru ætlaðar til að bæta öryggi svo kallaðra "óvarinna vegfarenda" en það er safnheiti sem sumir vilja nota yfir gangandi og hjólandi vegfarendur og vélhjólamenn.
LHM hefur skilað inn umsögn (pdf 102kb) um frumvarp til laga um ökutækjatryggingar, 711. mál, 139. löggjafarþingi.
Athugasemdir LHM við umsögn Rannsóknarnefndar umferðarslysa við umferðarlög vorið 2010 má lesa hér: PDF skjal.
Þær voru látnar fylgja umsögn LHM við frumvarp til umferðarlaga í mars 2011.
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna v. frumvarps til nýrra umferðarlaga, mál 495 á 139. löggjafarþingi.
Umsögninga má lesa hér: PDF skjal.
Það inniheldur einnig:
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarp til laga um Vegagerðina, mál 386 á 139. löggjafarþingi. PDF skjal.
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarp til laga um Farsýsluna, mál 385 á 139. löggjafarþingi. PDF skjal.
Fundur vegna 10 km áætlunar Reykjavíkurborgar.
Haldinn í Goðheimum þann 10.2.2011
Mættir: Ásbjörn Ólafsson, Morten Lange, Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson og Hrönn Harðardóttir.
Á fundinn voru boðaðir fulltrúar leiðanefndar LHM.
Umsögn fundarmanna um tillögur Reykjavíkurborgar.
Almennt má segja að nefndinni lítist vel á að fá heildstæðar sérmerktar hjólaleiðir milli hverfa eins og þarna er lagt til. Sérstaklega er gott að leiðin frá Grafarvog / Bryggjuhverfi yfir brýr og Geirsnef er styttri og greiðar. Það er ósk okkar að einnig verði horft til þeirra mála sem samtök hjólreiðamanna hafa tekið saman og óskað að verði sett í forgang þegar kemur að úrbótum á aðstæðum til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu. Þær má lesa á vef LHM: lhm.is/stefnumal.
Þar er t.d. kafli sem snertir útfærslur við aðstæður eins og á þessum teikningum “Aðskilnaði fylgja kostir og hættur” þar sem bent er á að aðeins hentar að aðskilja leiðir þannig að hjólreiðamenn verði síður sýnilegir, þar sem langt er á milli gatnamóta, innkeyrsla og annars þar sem leiðir akandi og hjólandi skerast. Þær aðstæður eru ekki eftir t.d. Hofsvallagötu og kafla Snorragötu. Þær aðstæður mætti þó skapa með því að loka hliðargötum og innkeyrslum sem ekki hafa gott útsýni vegna t.d. girðinga. Að öðrum kosti er öruggari valkostur að hafa hjólaleiðina nær akreininni og alls ekki þar sem kyrrstæðar bifreiðar draga úr sýnileika hjólreiðamannana.
Almennt má gera ráð fyrir að einhverjir hjólreiðamenn kjósi áfram að hjóla á götunum þrátt fyrir nýja stíga. Nauðsynlegt er að hjólreiðastígarnir fái góða kynningu og að öll umfjöllun um þá verði á jákvæðum nótum. Mikilvægt er að hafa samfellu í stígakerfinu og því þarf einnig að huga að tengingum frá Skúlagötu til vesturs og frá Elliðaárvogi til austurs og suðurs. Æskilegt er að hafa samfellu í lausnum.
Rökstyðja þarf fækkun bílastæða til að koma í veg fyrir neikvæða umfjöllun í líkingu við Hverfisgötutilraunina. Lögreglan þarf að fylgja eftir að bílum verði ekki lagt á svæði hjólreiðamanna.
1. Hofsvallagata
Í dag er hægt að hjóla á götunni af nokkru öryggi og því er þetta ekki forgangsatriði en góð gata til að prófa hjólreiðastíga.
Öryggismálin eru okkur hugleikinn og helsti gallinn er sá að leiðin er skorin oft. Lækkanir við Greni-, Reyni- og Víðimel verða að vera mjög rúnnaðar. Hver verður hraðinn á götunni?
Skoða þarf tengingar inn á Ægissíðu. Æskilegt að sleppa hægri frárein til vestur inn á Ægissíðu.
2. Elliðaárstígur
Frábær samgöngubót fyrir Grafarvogsbúa. Tengingar við Súðar- og Dugguvog frekar flóknar. Það mun enginn hjóla 2 níutíu gráðu beygjur. Æskilegt að hafa 2 þveranir frekar en 3.
3. Laugarásvegur
Í dag er hægt að hjóla á götunni af nokkru öryggi og því er þetta ekki forgangsatriði en góð gata til að prófa hjólreiðastíga og fjölga hjólreiðamönnum.
4. Sundlaugarvegur
Athuga hvort hjólarein á milli Gullteigs(Hrísateigs) og Reykjavegs sé betri lausn vegna öryggis í tengslum við fjöldi þverana.
5. Borgartún
Athuga að minnka hraðann í 30(max 40) vegna blöndunar umferðar. Huga þarf að inn- og útkeyrslu og sýnileika hjólreiðafólks við þær. E.t.v. er æskilegra að hafa bílastæði fyrir innan hjólreiðamenn.
6. Skúlagata
Athuga að blanda hjólreiðamönnum inn í hringtorg við Snorrabraut og hafa þrönga sér akrein fyrir hjólreiðamenn inn á Skúlagötu. Halda þó göngustígum fyrir gangandi sbr. teikningu. Góð lausn að hafa hjólareinina alltaf nær umferð og öll stæði samsíða.
7. Snorrabraut
Athuga að lækka hraða í 30 (40 max) og hafa hjólarein að austanverðu frá Flókagötu að Grettisgötu og/eða loka hliðargötum þar á milli. Einnig að hafa hjólarein að vestanverðu frá Hverfisgötu að Bergþórugötu. Bílastæði nær umferð skapa hættu á þessum stað og þarna er mikil hætta á slysagildrum. Við þurfum að skoða miklu miklu betur hvaða lausn er best hér!!! Sérálit Páls: Þessi hönnun er slysagildra og ekki arðbær fjárfesting. Aðrir ræddu um að setja kantstólpa til að tryggja að ekki verði lagt á öryggissvæðum og e.t.v. verður þessi lausn til að fjölga hjólreiðamönnum. Snorrabrautin krefst a.m.k. mikillar umræðu.
8. Suðurgata
Fjölga gróðri. Góð lausn til að byrja á og lítið um flækjur. Huga þarf að tengingu við Þorragötu. Ath. að hafa grænan renning við Eggertsgötu, Starhaga og Lynghaga.
Þann 18. nóvemember 2010 barst LHM fyrirspurn frá samtökum Evrópskra hjólreiðafélaga (European Cyclists Federation ECF), sem LHM er aðili að, um ýmis atriði varðandi hjólreiðar á Íslandi. Meðal annars var spurt um reiðhjólaáætlanir af hendi stjórnvalda, markmið stjórnvalda um hjólreiðar, hlutfall ferða sem farnar eru á reiðhjóli, meðalvegalengd sem hver landsmaður hjólar á ári og reiðhjólaeign á heimilum landsmanna.
Þetta bréf og svar LHM er hér að neðan og í fylgiskjali eru þær upplysingar sem LHM sendi ECF um hjólreiðar á Íslandi. Eins og sést eru bréfin á ensku.
2010/11/18 Nastja Kocevar
Hello to Iceland,
We have been intensively looking on good cycling statistics from your country but couldn’t find much (see attachment). Could you help us any further, ideally with links or reference to official statistics?
What is very important for us is eventually to see a positive evolution of cycling in your country. As you probably know, we lobby the EU to put the target of 15 % cycling modal share into the forthcoming White Paper on Transport. We need to back up this target in order to demonstrate that it is ambitious but achievable, by also referring to targets set within national (or regional or local) bicycle master plans.
Thanks for any help.
Best regards,
Nastja Kočevar
Policy Assistant
Dear Nastja
In the attachment I have put in the numbers for Iceland.
In the "Iceland row" I put a shorter version of the statistics but last in the table I put a fuller version with references to the data.
This has been a necessary exercise for the Icelandic Cyclists' Federation (LHM) as we didn't have these numbers compiled and haven't looked in to them closely enough.
I have contacted the State statistical bureau formally with a letter and asked them to compile cycling statistics in the future. I also contacted Gallup and there is a possibility that they have more numbers from other surveys that could be of use to us.
The statistics can best be described as "best estimates" but they are probably close to the truth. I imagine that other country statistics are in some cases similarly compiled.
Regarding cycling use it is obvious that cycling has increased in Iceland generally and in Reykjavik particularly. There are a lot more people on bikes and a lot more bikes outside elementary schools.
I think it is not an overestimate to claim a doubling in cycling in the last few years. The economic crash has had much impact as has increased interest from the public and politicians in Reykjavik. The work of LHM, the Mountain bike club and the LHM bikeability project has encouraged cycling also, we like to think. Much work has been done by these cycling promoters. The bike to work project has through the last decade had a yearly increase in participation. The last few years the increase is ca. 1.000 per year up to 9.400 in the year 2010, roughly 3% of the population.
with best regards
Árni Davíðsson
chairman
Fylgiskjal - hjólreiðar á Íslandi (pdf 29 kb)
LHM skrifað Hagstofunni bréf 3. desember í kjölfar á fyrirspurn frá European Cyclists Federation (www.ecf.com) þar sem spurt var um hjólreiðaeign og hjólreiðanotkun á Íslandi. Hagstofan svaraði þessu erindi greiðlega. Bréf LHM er hér að neðan ásamt svari Hagstofunnar og öðru bréfi LHM til Hagstofunnar í kjölfarið með fylgiskjali.
Mál: Upplýsingar um reiðhjól, hjólreiðar og umferðarslys.
Nýverið barst Landssamtökum hjólreiðamanna (LHM) fyrirspurn frá
samtökum Evrópskra hjólreiðafélaga (European Cyclists Federation
ECF.com), sem LHM er aðili að, um ýmis atriði varðandi hjólreiðar á
Íslandi. Meðal annars var spurt um reiðhjólaáætlanir af hendi
stjórnvalda, markmið stjórnvalda um hjólreiðar, hlutfall ferða sem farnar
eru á reiðhjóli, meðalvegalengd sem hver landsmaður hjólar á ári og
reiðhjólaeign á heimilum landsmanna.
Með hliðsjón af hlutverki Hagstofu Íslands óska Landssamtökin hér með
eftir því að Hagstofa Íslands safni og miðli upplýsingum um
reiðhjólaeign og hjólreiðar landsmanna. Nánar tiltekið er óskað eftir því
að eftirfarandi upplýsingum verði safnað og miðlað:
1. Reiðhjólaeign á heimilum landsmanna.
2. Hjólreiðar landsmanna. Það er meðalvegalengd sem hjólað er á ári á
mann og hugsanlega meðalfjöldi ferða á viku/mánuði/ári og
meðaltími á ferð.
3. Hlutfall ferða sem farinn er með reiðhjóli, á einkabíl, með
strætó/almenningssamgöngum eða gangandi í vinnu, skóla, verslun
eða annarra erinda en til beinnar útivistar (modal split).
Jafnframt vill LHM koma að eftirfarandi ábendingum varðandi
upplýsingar um umferðarslys sem settar eru fram af Hagstofunni.
1. Betra væri að aðgreina látna og slasaða í vegfarendahópum heldur en
að telja þá saman því það gefur mikilvægar upplýsingar um
alvarleika slysanna. Þessar upplýsingar munu vera til hjá
Umferðarstofu.
2. Sömuleiðis væri betra að aðgreina mikið slasaða og lítið slasaða í
vegfarendahópum því það gefur mikilvægar upplýsingar um
alvarleika slysanna eftir vegfarendahópum. Þessar tölur eru til a.m.k.
frá 2006 hjá Umferðarstofu.
3. Núna eru tölur um slasaða og látna birtar sem fjöldi af 100.000
íbúum. Æskilegt væri að safna gögnum til að geta birt tölur um
slasaða og látna einnig á grunni ekinnar/hjólaðrar/genginnar
vegalengdar og einnig á grunni tíma sem eytt er við að
aka/hjóla/ganga.
Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband við undirritaðan.
Landssamtökin eru ávallt reiðubúinn til samstarfs og samvinnu um öll
mál er varða hag hjólreiðamanna.
Virðingarfyllst
Árni Davíðsson
formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
1. bréf LHM 3. desember 2010 (pdf 58 kb)
Svar Hagstofunnar 8. desember 2010 (pdf 385 kb)
2. bréf LHM 7. janúar 2011 (pdf 76)
Fylgiskjal með 2. bréfi LHM (pdf 29 kb) (Svar LHM til ECF um hjólreiðar á Íslandi)
LHM sendi Garðabæ bréf þann 27. september 2010 vegna þess að bærinn hafði látið mála svo kallaða 1+2 línu á stíg í Garðabæ í tilefni af samgönguviku (pdf 360 kb).
Svar Garðabæjar barst með bréfi dagsett 11. október (pdf 130 kb).
Mynd af stígnum í september.
Þann 27. september 2010 sendi LHM Vegamálastjóra bréf (pdf 60 kb) vegna umfjöllunar um að hjólreiðar væru bannaðar í Bolungarvikurgöngum (Óshliðargöngum). Svar barst með bréfi Vegamálastjóra dagsett 5. október (pdf 120 kb).
Efni bréfs LHM er hér að neðan:
Mál: Bolungarvíkurgöng.
Í frétt um opnun jarðganganna milli Hnífsdals og Bolungarvíkur kom
fram að umferð hjólandi yrðu bönnuð í göngunum.
Vonandi er þarna um misskilning að ræða hjá fréttafólki. Landssamtök
hjólreiðamanna telja að umferð hjólreiðamanna ættu ekki að vera
vandkvæðum bundinn í þessum jarðgöngum frekar en öðrum
jarðgöngum á Íslandi þar sem umferð er lítil og loftmengun ekki teljandi
af þeim sökum. Ef talið er að loftmengun verði vandamál í göngunum á
ákveðnum tímum mætti setja upp viðvörunarskilti, tengd sjálfvirkum
loftmælibúnaði, við gangaopin sem myndu vara við loftmengun þegar
svo háttar til.
Ef lýsing í göngunum er ekki nægjanlega góð er sjálfsagt að gera ráð
fyrir að hjólreiðafólk noti ljós að framan og aftan á hjólið enda er það
mikilvægt öryggisatriði ef birta er ekki nægjanleg.
Taka má fram að undirritaður hefur oft hjólað um Vestfjarðargöng milli
Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar og hefur það ekki verið vandamál.
Loftmengun hefur ekki verið óþægileg en nauðsynlegt hefur verið að
hafa ljós því lýsing er takmörkuð í þeim göngum.
Landssamtökin er ávallt reiðubúinn til samstarfs og til að veita ráðgjöf
um útfærslur sem best henta hjólreiðafólki.
Myndir úr Vestfjarðagöngum:
LHM sendi Vegamálastjóra bréf þann 27. september 2010 um endurgerð vegaxla á þjóðvegum út frá höfuðborgarsvæðinu. (pdf 60 kb) Svar hefur ekki borist frá Vegamálastjóra.
Efni bréfsins er hér að neðan:
Mál: Endurgerð vegaxla á þjóðvegum út frá höfuðborgarsvæðinu.
Undirritaður er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Ég hef tekið
eftir því að nú er verið að vinna að viðgerð á vegöxlum á nokkrum
stöðum í grennd við höfuðborgarsvæðið. Ég vil fagna þessu framtaki og
lýsa yfir ánægju Landssamtaka hjólreiðamanna með þessa vinnu. Sléttar,
breiðar og góðar vegaxlir eru mikilvægar fyrir öryggi allrar umferðar um
þjóðvegi hvort sem hún er vélknúin, hjólandi eða gangandi. Endurgerð
vegaxla er eitt af þeim atriðum sem Landssamtök hjólreiðmanna hefur
lagt áherslu á í sínum stefnumálum: http://www.lhm.is/stefnumal. Þar
segir um þetta atriði:
"Vegir í dreifbýli og stofnbrautir í þéttbýli
Vegagerðin endurbyggi núverandi vegi þannig að þeir uppfylli
núverandi veghönnunarreglur varðandi vegaxlir og öryggisræmur þar
sem er kantsteinn. Vegaxlir og öryggisræmur eru hjólreiðafólki afar
mikilvægar, sér í lagi þar sem umferð er þung og hröð. Í þéttbýli er
ákjósanlegt að byggja sérstakar hjólreiðabrautir sem valkost
hjólreiðamanna við stofnbrautir. Góðar vegaxlir eru mjög mikilvægar
fyrir öryggi allra vegfarenda eins og rannsókn sýnir."
Í framhaldi langar mig til að spyrja hvort að þarna sé unnið eftir
ákveðinni áætlun og hvort hægt sé að fá sendar upplýsingar eða kort yfir
þær vegaxlir sem verður gert við á þessu ári.
Þá langar mig til að benda á að einar verstu vegaxlirnar fyrir
hjólreiðafólk eru þær sem Vegagerðin sjálf lét fræsa raufar í til að vekja
sofandi ökumenn. Það er á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og á
Suðurlandsvegi á kafla. Þessar vegaxlir eru ekki nógu breiðar utan við
fræsta svæðið og er ekki hægt að segja annað en að þessi fræsing hafi
skapað hættu fyrir hjólreiðafólk. Benda verður á að engin sambærileg
leið er út frá höfuðborgarsvæðinu um Suðurland og Vesturland en um
hinar fræstu leiðir. Fjöldi ferðamanna hjólar þessar leiðir á hverju ári.
Landssamtök hjólreiðamanna óskar eftir því að þessar leiðir verði
lagfærðar sem fyrst og vegaxlir endurbyggðar í samræmi við
veghönnunarreglur Vegagerðarinnar.
Landssamtökin er ávallt reiðubúinn til samstarfs og til að veita ráðgjöf
um útfærslur sem best henta hjólreiðafólki.
Myndir af vegöxlum á Stekkjarbakka í Breiðholti og á Vesturlandsvegi vð Höfðabakkabrú (ekki með í bréfinu):
LHM gerði athugasemdir við skipulag Voga sunnan Skeiðarvogs, dagsett 4. mars 2010.
Hér er afgreiðsla skipulagsráðs og samþykkt borgarráðs tilkynnt LHM. (pdf 0,4 mb)
Ágæta ráðuneyti umhverfismála
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) gera ekki athugasemdir við þá þætti sem teknir hafa verið fyrir í þeim drögum sem ráðuneytið hefur til kynningar nú um stundir.
LHM vísa hins vegar til áður framlagðs minnisblað samtakanna, frá fundi með ráðuneytinu nú í sumar, þar sem vikið er að öðrum þáttum náttúruverndarlaga.
Minnisblaðið fylgir með pósti þessum sem viðhengi.
Fyrir hönd stjórnar LHM
Haukur Eggertsson
formaður laganefndar
www.LHM.is,
Athugasemdir LHM: PDF
Bréf umhverfisráðuneytis: PDF (147 kb)
Ágæta nefndarsvið skrifstofu Alþingis
Meðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti
o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum (kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja).
Undirritað frumrit mun berast í pósti innan skamms.
Með kveðju,
fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna,
Haukur Eggertsson, formaður laganefndar
LHM skilaði umsögn um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þann 22. júní 2010.
Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum boðaði til samráðsfundar 27. janúar um mögulegar aðgerðir í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilgangur fundarins var að móta tillögur að beinum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, ein eða í samvinnu við aðra aðila.
Meðfylgjandi er fundarboðið og tillögur og athugasemdir Landsamtaka hjólreiðamanna við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem unnar voru í framhaldinu.
Ágæti viðtakandi.
Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum boðar til samráðsfundar um mögulegar aðgerðir í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilgangur fundarins er að móta tillögur að beinum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, ein eða í samvinnu við aðra aðila. Fyrir liggja drög að aðgerðaáætlun, sem verkefnisstjórnin kynnti í desember 2009, og fylgja þau hér með. Einnig liggur fyrir almenn stefnumótun stjórnvalda í loftslagsmálum (sjá: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Stefnumorkun_i_loftslagsmalum.pdf) og ítarleg greining sérfræðinganefndar á mögulegum aðgerðum og kostnaði við þær (sjá: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Loftslag.pdf).
Það liggur því fyrir skýr stefna og góð greining á möguleikum og er næsta skref að skilgreina aðgerðir til að draga úr nettólosun og hrinda þeim í framkvæmd. Slíkar aðgerðir geta verið margvíslegar: reglusetning, hagræn stjórntæki, frjálsir samningar, fræðsla o.fl. Markmið verkefnisstjórnar með fundinum sem hér er boðað til er að fá fram tillögur að slíkum aðgerðum og ábendingar um hvernig hægt sé að gera þær sem árangursríkastar. Einkum er leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvaða aðgerðir sérð þú fyrir þér sem stjórnvöld geta gripið til í því skyni að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum?
- Endurspegla „lykilaðgerðir" í drögum að aðgerðaáætlun réttar áherslur, eða ættu þær að vera aðrar?
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar nk. í umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík. Til að fundurinn verði sem árangursríkastur er honum skipt í nokkra hluta. Fulltrúum þinna samtaka er boðið að mæta kl. 11:00-11:30.
Vinsamlega tilkynnið um mætingu í netfangið
F.h. verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum,
Hrafnhildur Bragadóttir
Tillögur og athugasemdir Landsamtaka hjólreiðamanna við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. (pdf)
Í júní 2009 skilaði nefnd sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristján L. Möller skipaði í lok árs 2007 drögum að frumvarpi til almennra umferðarlaga. Í framhaldi af því voru drögin sett á vef ráðuneytisins til almennrar umsagnar og var frestur veittur til 15. september sl. til að skila athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir komu fram, meðal annars frá LHM, sem unnið var úr á vegum ráðuneytisin. Þau drög sem gerð var aðgengileg á vef ráðuneytisins þann 11. nóvember 2009 til umsagnar öðru sinni hafa að geyma ýmsar af þeim þeim athugasemdum sem gerðar voru við fyrstu drög frumvarpsins.
Í ágúst 2009 komu fram drög að nýjum umferðarlögum frá nefnd sem skipuð var til að yfirfara núgildandi umferðarlög. Í drögunum er ýmislegt ágætt sem snýr að hjólreiðafólki en því miður líka önnur alvarlegri mál sem við þurftum að gera athugasemdir við. LHM skilaði inn 26 blaðsíðna athugasemdum.
Fyrir neðan eru tillögur og greinargerð sem LHM lagði fram á fundi með nefnd um heildar endurskoðun umferðarlaganna. Fyrsti undirbúningsfundurinn var haldinn um haustið 2007, síðan fóru ýmsar tillögur á milli á póstlista stjórnarinnar og að lokum var fundað um þetta í stjórninni og var samstaða um efnisatriði allra lagabreytingatillagnanna. Páll Guðjónsson skrifaði síðan inngangstextann.
Tölvupóstur sendur á alla fjölmiðla.
Stjórnarfundur Landssamtaka hjólreiðamanna, haldinn 3. júlí 2008 ályktar:
Mikilvægt er að leggja greiðar og fullgildar hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, aðgreindar frá gangstéttum og akbrautum.
Landssamtök hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu. Sú hljóðmön sem mokað hefur verið upp samfara þessari framkvæmd mun klárlega þrengja að þeim gangstíg sem fyrir er.
Samtökin hvetja Reykjavíkurborg og Vegagerðina til að bregðast skjótt við og leggja fullgilda aðgreinda hjólreiðabraut meðfram Miklubraut. Ef jafnræði á að ríkja milli samgöngumáta er mikilvægt að framvegis verði hugað að slíku við lagningu akbrauta.
Þessa dagana er verið að leggja forgangsakrein meðfram Miklubraut milli Grensásvegar og Kringlumýrarbrautar. Landssamtök hjólreiðamanna mælast eindregið til þess að Reykjavíkurborg leggi jafnframt fullgilda, aðgreinda hjólreiðabraut¹ samhliða þessari framkvæmd.
Landssamtökin senda frá sér athugasemd vegna reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð. Í upphaflegum drögum voru hjólreiðum settar mun þrengri skorður en vélknúinni umferð.
Viðtakendur þessa bréfs:
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður hjólreiðanefndar Rvkurborgar,
Ólafur Bjarnason, Samgönguskrifstofu Rvkurborgar,
Pálmi Freyr Randversson,Umhverfis- og samgöngusviði Rvkurborgar,
Jónas Snæbjörnsson, Vegagerð ríkisins
Reykjavík, 3. júní 2008
Þessa dagana er verið að leggja forgangsakrein meðfram Miklubraut milli Grensásvegar og Kringlumýrarbrautar. Landssamtök hjólreiðamanna mælast eindregið til þess að Reykjavíkurborg leggi jafnframt fullgilda, aðgreinda hjólreiðabraut¹ samhliða þessari framkvæmd.
Ekkert bendir til að hjólreiðar verði leyfðar á forgangsakreinum þrátt fyrir ítrekaða beiðni hjólreiðasamtaka þar að lútandi. Mikil þörf er því á að bæta aðstöðu til hjólreiða meðfram stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Fullgildar, aðgreindar hjólreiðabrautir¹ kalla á breytta hönnun þverana við gatnamót frá því sem nú er.
Lagningu fyrirhugaðrar forgangsakreinar fylgja breytingar við gatnamót. Vegna þess má telja skynsamlegt að leggja hjólreiðabraut samhliða lagningu forgangsakreinarinnar og ganga frá henni með þau sjónarmið í huga, sem fram koma í eftirfarandi skýringum.
Á það skal minnt hér, að Miklabraut er flokkuð sem þjóðvegur í þéttbýli, og samvæmt því er heimild í vegalögum um að ríkið komi að kostun þessarar framkvæmdar.
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir viðbrögðum og skriflegu svari viðtakenda bréfsins við þessari beiðni (bréflega eða með tölvupósti).
Kær kveðja með von um góð viðbrögð
F.h. Landssamtaka hjólreiðamanna
Magnús Bergsson
(¹) Með orðunum “fullgild hjólreiðabraut” er átt við þriggja metra breiða tvístefnuhjólreiðabraut. (1½+1½m) þar sem auðvelt er að halda 30 km meðalhraða. Slíkar brautir ætti að leggja meðfram öllum vegum og götum þar sem umferðarhraði vélknúinna ökutækja er eða fer yfir 60 km/klst eða þar sem umferðin fer yfir tiltekin fjölda ökutæja á sólarhring (sjá t.d. norska staðla).
Hjólreiðabrautin, sem hér er óskað eftir, þarf að vera aðskilin frá akandi og gangandi umferð. Við hönnun sé tekið mið af jafnræðisreglu allra hjólandi og akandi vegfarenda t.d. við frágang á gatnamótum. Umferð hjólreiðafólks á ekki að hindra með járngrindum, kantsteinum, hvössum brúnum eða mishæðum, heldur fari hún um beina og slétta braut yfir gatnamót eins og umferð annarra ökutækja. Við gatnamót séu einnig sérstök umferðarljós fyrir hjólandi umferð með skynjurum og hnöppum sem gagn er að, sem og aðrar málaðar merkingar og skilti. Taka verður mið af legu og hönnun hjólreiðabrautar svo að yfirborðsvatn safnist ekki fyrir á henni og frjósi þar eins og nú er víða títt á göngu- og útivistarstígum. Hjólreiðabrautin þarf að liggja sem næst hæðarplani akbrautarinnar, svo að notendur finni sem minnst fyrir hæðarmuninum. Í beygjum þarf brautin að halla inn í beygjuna.
Fullgild hjólreiðabraut á því að vera slysagildrulaus leið þar sem hjólreiðamaður á greiða leið allan ársins hring og tekur þátt í samgöngum með sama hætti og eftir sömu kröfum og vélknúið ökutæki. Þá fyrst verða hjólreiðar fullgildur samgöngukostur og samkeppnishæfar við einkabíla.
Umsögn LHM um mál 292: Frumvarp til laga um samgönguáætlun. Þar var farið fögrum orðum um sjálfbærar samgöngur, en ekkert efnislega sagt um hvorki hjólreiðar né göngu. LHM benti á leiðum til úrbóta, og rök þar um.
Góðan dag,
Hvernig standa málin varðandi ósk okkar í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna um fund við Samgöngunefnd eða valdra aðila úr nefndinni varðandi mál 27 ?
Í þingskjalinu er lagt til að banna með lögum hjólreiðamenn að nota forgangsakreinar. (Reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki samkvæmt umferðarlögum og alþjóðlegum samþykktum). Við höfum áður sent rökstuðning okkar við því að bannið nái ekki til hjólreiðamanna, enda gengur það gegn anda og grunnhugsun forgagnsakreina, þar sem hjólreiðar menga ákaflega lítið en eru að sama skapi mjög heilbrigður samgöngumáti. Við höfum líka vísað til fordæma frá öðrum borgum og löndum þar sem strætó og reiðhjól samnýta forgangsakreinar.
Kveðja,
Morten
Landssamtök hjólreiðamanna
(Icelandic Cyclists' Federation)
Pósthólf 5193
125 Reykjavík
http://hjol.org
Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að European Cyclists' Federation www.ecf.com
Svar:
Sæll Morten,
Það er ekki búið að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir en ég mun hafa samband við ykkur og boða á fund þegar það verður gert.
Með bestu kveðju,
Elín Valdís
Góðan dag og gleðilegt ár
Landssamtök hjólreiðamanna ítreka beiðni um skriflegt svar (bréflega eða með tölvupósti) við tölvupósti sem sendur var á netföng neðangreindra aðila 15. nóvember síðastliðin vegna 1+2 stíga.
Tölvupóstur þessi með viðhengi og vefslóðum er einnig aðgengilegur á slóðinni: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/151107.htm
Tölvupóstur þessi er nú einnig sendur til Þorleifs Gunnlaugssonar formanns umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, Pálma Freys Randverssonar og Hjólreiðarnefnarmanna þeirra Dofra Hermannsonar, Óskars Dýrmunar Ólafssonar og Gísla Marteins Baldurssonar.
Með kveðju í von um góð viðbrögð
Magnús Bergsson
Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík.
http://hjol.org
Góðan dag
Í haust gekk Reykjavíkurborg í það verk að mála óbrotna línu á marga göngustíga borgarinnar til að skilja að gangandi og hjólandi vegfarendur (svonefndir "1+2 stígar").
Vegna óskýrra umferðarreglna telja Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) þessa óbrotnu linu aðeins til þess fallna að valda slysahættu. Meðan hjólreiðafólk þarf að deila þessum mjóu gangstéttum með gangandi vegfarendum er mikilvægt að á göngustígunum ríki sama ákveðna regla og almennt gildir í umferðinni, þ.e. hægriregla.
Nánari upplýsingar eru í viðhengi. (Word skjal)
Sjá einnig: Athugasemd við umferðaröryggisáætlun: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm
LHM hvetja Reykjavíkurborg til að mála yfir ofangreindar linur eins fljótt og auðið er svo að gangandi og hjólandi vegfarendur geti fylgt almennri hægri reglu.
Bréf þetta er sent á eftirtalda aðila:
Framkvæmdasvið:
Hrólf Jónsson sviðstjóra Framkvæmdasviðs
Ólaf Bjarnason aðstoðarsviðstjóra
Sighvat Arnarsson skrifstofustjóra
Umhverfissvið:
Orri Sigurðsson sviðsstjóri Umhverfissviðs
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir svari við þessu bréfi.
Með góðri kveðju í von um viðbrögð
F.h. Landssamtaka hjólreiðamanna
Magnús Bergsson
Til Landssambands hjóreiðamanna.
LHM óska eindregið eftir því að sameiginlegum göngu- og hjólreiðastígum sé ekki skipt með málaðri línu.
Hugsunin með málingu stíga hefur verið að aðskilja eftir föngum gangandi og hjólandi. Mér hefur ekki tekist að fá það upplýst hvernig til þess var stofnað í upphafi, en allmikið af stígum hefur verið málað og merkt á undanförnum árum.
Við á Framkvæmdasviði höfum farið yfir þessa ábendingu og munum taka fullt tillit til hennar í framtíðinni.
Væntanlega mun taka nokkurn tíma að fjarlægja skilti og má af það sem málað hefur verið.
Kveðja
Ólafur Bjarnason
aðstoðarsviðsstjóri
Umsögn og fylgiskjal vegna frumvarps um forgangsakreinar Þskj. 27 — 27. mál. send til nefndasviðs Alþingis.
Reykjavík , 29. nóvember 2007
Alþingi
Samgöngunefnd
150 Reykjavík
Umsögn og breytingartillögur við frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr.
50/1987. Þskj. 27 - 27. mál. 135. löggjafarþing 2007-2008.
1. Við 1. grein verði bætt við reiðhjólum: ..."Akrein sem einungis er ætluð fyrir umferð strætisvagna, leigubifreiða og reiðhjóla."
2. Við 2. grein verði bætt við reiðhjólum: ..."Almenn umferð ökutækja um forgangsakreinar strætisvagna, leigubifreiða og reiðhjóla er óheimil."
Landsamtök hjólreiðamanna fagna tilkomu forgangsakreina á Íslandi ef þeim er ætlað að veita vistvænni valkostum í samgöngumálum forgang. Landssamtök hjólreiðamanna mælast eindregið til þess og færi rök fyrir því að reiðhjólum verði bætt inn í frumvarpið á listann yfir þau ökutæki sem er veittur forgangur í umferðinni á forgangsakreinunum.
Í greinargerð með frumvarpinu segir: "Frumvarp þetta er liður í því að efla almenningssamgöngur. Ljóst er að á næstu árum þarf átak í eflingu almenningssamgangna".
Það er jafn ljóst að nauðsynlegt er að það "verði skipulega unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja" eins og segir í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og eins kemur víða fram í áætlunum borgarinnar vilji til þess að stuðla að aukinni notkun reiðhjóla. Forgangsakreinar eru löngu tímabærar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og henta sérlega vel til að auka öryggi, hraða og gæði fyrir hjólandi umferð. Víða í nágrannalöndum eru hjólreiðar leyfðar á forgangsakreinum strætó, t.d í Noregi, Bretlandi og Frakklandi, og virðist reynslan vera góð.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki annað séð en að það vinni beint gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar og sveitafélaga um að vinna skipulega að aukinni notkun reiðhjóla til samgangna með því að gera þær bæði erfiðari og hættulegri.
Það væri andstrætt stefnu ríkistjórnarinnar og bæjaryfirvalda að banna fólki sem notar reiðhjól sem samgöngutæki að nota forgangsakreinar. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir: "Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum... Einnig verði skipulega unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja." Ekkert ökutæki er nálægt því jafn vistvænt og reiðhjólið, svo ekki sé minnst á aðra kosti þess. Landssamtök hjólreiðamanna eru í forsvari fyrir félagasamtök með hundruði virkara félaga sem nota reiðhjólið reglulega til samgangna og okkur þykir brýnt að reiðhjól fái að nota þessar forgangsakreinar til jafns við strætisvagna og leigubíla.
Reiðhjól eru ökutæki og þau á að nota á akbrautum, þó nota megi þau á stígum og gangstéttum þar sem það hentar, "valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum" eins og segir í umferðarlögum. Reynslan sýnir að götur borga eru ekki aðeins greiðasta leiðin heldur líka sú öruggasta fyrir vant hjólreiðafólk eins og fram kom á Samgönguviku 2007. Stígar þar sem blandað er saman umferð gangandi og hjólandi eru seinfarnari og margfalt hættulegri en þó nauðsynlegur valkostur fyrir óreyndara hjólafólk1.
Það væri samræmi við 39. grein umferðarlaga að leyfa reiðhjólum notkun forgangsakreina en þar segir: "Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri".
Það myndi draga stórlega úr öryggi hjólreiðafólks að þurfa að vera á annarri akrein með bíla sem fara fram úr þeim beggja vegna og fæla almenning frá notkun reiðhjóla til samgangna..
Í könnun Hönnunar fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík 2006 kom í ljós að meðalhraði strætisvagna er 22 km/klst, sem er svipað og vanur hjólreiðamaður fer á, svo þessi umferð fer vel saman. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir vönduðu stígakerfi meðfram öllum umferðaræðum svo umferð hjólandi ætti ekki að lenda í þeirri hröðu umferð sem þar er sumstaðar að finna.
Ein af framkvæmdaáætlunum Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavíkurborg er sérstakt átak til þess að stuðla að aukinni notkun reiðhjóla. Í starfsáætlun Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar stendur að það eigi að: "Tryggja skilvirkar og öruggar samgöngur í borginni. Greiðar götur fyrir alla (bílar, hjól, fatlaðir, gangandi)." Í grænum skrefum Reykjavíkurborgar er eitt skrefið: "Göngum lengra, hjólum meira" , og víðar má grípa niður.
1 Meðfylgjandi er fyrirlestur sem John Franklin flutti á Samgönguviku 2007 í Ráðhúsinu í Reykjavík. Hann er leiðandi í þeim umbótum og átaki sem er í gangi í Englandi og víðar núna í því að auka notkun reiðhjóla sem samgöngutækis þar og fjallar um raunhæfar leiðir til að ná fram bæði aukinni notkun reiðhjóla til samgangna og auknu öryggi hjólafólks og eitt sem hann telur til eru einmitt forgangsakreinar fyrir reiðhjól og strætisvagna.
Fyrir hönd Landsamtaka hjólreiðamanna,
______________________________________
Morten Lange, formaður
Efni: Umferðaröryggi á göngustígum
Góðan dag
Í haust gekk Reykjavíkurborg í það verk að mála óbrotna línu á marga göngustíga borgarinnar til að skilja að gangandi og hjólandi vegfarendur (svonefndir "1+2 stígar").
Vegna óskýrra umferðarreglna telja Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) þessa óbrotnu linu aðeins til þess fallna að valda slysahættu. Meðan hjólreiðafólk þarf að deila þessum mjóu gangstéttum með gangandi vegfarendum er mikilvægt að á göngustígunum ríki sama ákveðna regla og almennt gildir í umferðinni, þ.e. hægriregla.
Nánari upplýsingar eru í viðhengi. (sjá neðar)
Sjá einnig: Athugasemd við umferðaröryggisáætlun
LHM hvetja Reykjavíkurborg til að mála yfir ofangreindar linur eins fljótt og auðið er svo að gangandi og hjólandi vegfarendur geti fylgt almennri hægri reglu.
Bréf þetta er sent á eftirtalda aðila:
Framkvæmdasvið:
Hrólf Jónsson sviðstjóra Framkvæmdasviðs
Ólaf Bjarnason aðstoðarsviðstjóra
Sighvat Arnarsson skrifstofustjóra
Umhverfissvið:
Orri Sigurðsson sviðsstjóri Umhverfissviðs
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir svari við þessu bréfi.
Með góðri kveðju í von um viðbrögð
F.h. Landssamtaka hjólreiðamanna
Magnús Bergsson
|
Reykjavík 15. nóvember 2007
Efni:
Aðgreining gangandi og hjólandi vegfarenda á göngustígum (gangstéttum) með óbrotinni línu. ("1+2 stígar")
Á árunum 1994-95 var sú ákvörðun tekin hjá Umferðarnefnd Reykjavíkur í samráði við dómsmálaráðuneytið að merkja hjólarein á göngustígum, svo að til urðu svokallaðir "1+2 - stígar". Rökin fyrir þessari ákvörðun voru þau, að í ljósi þess að hjólreiðamenn ættu að hjóla í einfaldri röð á akbrautum þætti eðlilegt að þeir gerðu það líka á göngustígum borgarinnar.
Fljótlega kom í ljós, að hjólarein á göngustígum bætti ekki umferðaröryggi, þó að merkt væri sem slík.
Hinn 30. október 2003 báðu Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) dómsmálaráðuneytið um opinberar umferðarreglur á þessum 1+2 - stígum svo að réttarstaða vegfarenda væri skýr. Dómsmálaráðuneytið vísaði því máli frá sér með fáum orðum í bréfi og kvað málið vera á ábyrgð Reykjavíkurborgar.
Í framhaldi þessarar afgreiðslu ráðuneytis dómsmála fóru LHM fram á það í tölvupósti við Reykjavíkurborg, að settar yrðu skýrar opinberar umferðarreglur á göngustígum borgarinnar.
Reykjavíkurborg lét ekki svo lítið að svara erindinu.
Eftir að LHM ræddu málin nánar innan samtakanna var gerð athugasemd við Umferðaröryggisáætlun
Þar kemur fram sú skoðun samtakanna, að besta lausnin væri sú að sleppa því með öllu að skipta 1+2 - stígum milli hjólreiðafólks og gangandi fólks, þar sem breidd stíganna væri ónóg og byði ekki upp á skiptingu þeirra milli gangandi og hjólandi vegfarenda.
Landssamtökin báru þetta mál upp á fundi með forsvarsmönnum Framkvæmdasviðs borgarinnar 16. desember 2006 og afhentu þá ofangreinda "Athugasemd við umferðaröryggisáætlun".
Ekki hefur enn borist svar við athugasemd Landssamtakanna fremur en áður.
Reykjavíkurborg virðist svo endanlega hafa daufheyrst við beiðni Landssamtakanna með því að endurmerkja alla 1+2 - stíga borgarinnar fyrir síðustu Samgönguviku auk þess sem nokkrir fleiri göngustígar voru merktir til viðbótar og gerðir þar með að 1+2 - stígum
Óljósar umferðarreglur = minnkað umferðaröryggi
Erfitt er að framfylgja hefðbundnum umferðarreglum á göngustígum þar sem eru margs kyns vegfarendur: Hundar, lausir og í bandi, göngufólk, hlauparar, skokkarar, börn, eldri borgarar, fólk með barnavagna, á línuskautum og á reiðhjólum. Reynsla sýnir, að einungis lítill hluti allra notenda göngustíganna hugsa um hraðari umferð en umferð gangandi vegfarenda. Hraði umferðarinnar er hins vegar, eins og að líkum lætur, mismikill. Reynslan hefur því líka sýnt að 1+2 - stígar hafa ekki bætt öryggi vegfarenda, því að á þeim ríkja almennt ekki neinar almennar eða skýrar umferðarreglur.
Dæmi um óskráðar umferðarreglur á göngustígum borgarinnar:
# Þegar hjólarein er ekki afmörkuð á göngustíg ríkir hefðbundin hægriregla og varúðarregla (eins og á akvegum).
# Ef hjólareinin er vinstra megin í ferðastefnu þarf að taka fram úr hægra megin en vinstra megin ef gangandi vegfaranda er mætt. Hjólreiðamenn geta ekki mæst á hjólareininni. Ef hjólreiðamaður mætir eða fer fram úr öðrum hjólreiðamanni þarf hann að víkja til hægri út á göngustíginn sem skapar óvissa réttarstöðu fyrir hjólreiðamanninn ef slys verða.
# Þegar hjólareinin er hægra megin í ferðastefnu þá á hjólreiðamaður ekki að víkja fyrir umferð sem kemur á móti, heldur halda sig sem lengst til hægri á stígnum. Hann þarf hins vegar að víkja til vinstri út á göngustíginn þegar taka þarf fram úr öðrum hjólreiðamanni.
# Á sama stígnum getur hjólareinin stundum verið hægra megin og stundum vinstra megin og þess á milli er engin hjólarein eins og sjá má á Fossvogsstígnum. Ástandið getur því verið mjög ruglingslegt eða valdið öryggisleysi og sérstaklega meðan ekki hafa verið gefnar út neinar sérstakar umferðarreglur á stígum sem þessum.
# Á öðrum stígum getur hjólareinin birst og horfið eins og meðfram Sæbrautinni. Hjólreiðamenn þurfa því ýmist að fara fram úr gangandi eða hjólandi vinstra- eða hægra megin, allt eftir því hvort línan er til staðar eða ekki. Þá er heldur ekki sama hvort gangandi eða hjólandi umferð er mætt.
# Þegar snjór liggur yfir stígum og merkingar huldar, ríkja óljósar umferðarreglur, enda ekki venjan að þar ríki staðfestar umferðarreglur. Þeir sem muna hvorum megin hjólareinin er gætu verið á "röngum" stað í huga þessa hjólreiðamanns sem þeir mæta og ætlar að fylga hægri reglunni.
# Svo að vægt sé til orða tekið orkar það tvímælis að merkja aðskilnaðarlínu með óbrotinni línu því að ljóst er, að tveir hjólreiðamenn geta ekki mæst á því þrönga svæði sem þeim er úthlutað. Það er lögbrot að fara yfir óbrotna linu.
# Ef slys verður, er skaðabótaskylda afar óljós og hætta á að hún verði dæmd eftir mismunandi sjónarmiðum þeirra, sem um málið fjalla. Tryggingafélög dæma alltaf fyrst - væntanlega oftar en ekki sér í hag
# Þau sveitafélög sem merkt hafa stíga með 1+2 - línu hafa aldrei gefið út sérstakar umferðarreglur sem gilda á þessum stígum. Þau hafa hvorki haft umferðaröryggi í huga né heldur haft samráð við hagsmunaðaila.
Leiðir til að bæta umferðaröryggi vegfarenda á göngustígum
Landssamtök hjólreiðamanna krefjast þess að 1+2 - göngustígar verði lagðir niður og málað verði yfir þær aðgreiningarlinur, sem nú eru á stígum borgarinnar.
Mikilvægt er, að borgin lýsi því yfir og auglýsi með áberandi hætti að á stígunum ríki hefðbundin hægriregla fyrir alla umferð, á meðan ekki hafa verið lagðar sérstakar hjólreiðabrautir, enda er ljóst, að þar munu líka gilda almennar umferðarreglur.
Bréf þetta er sent á eftirtalda aðila:
Framkvæmdasvið:
Hrólf Jónsson sviðstjóra Framkvæmdasviðs
Ólaf Bjarnason aðstoðarsviðstjóra
Sighvat Arnarsson skrifstofustjóra
Umhverfissvið:
Orri Sigurðsson sviðsstjóri
Landssamtök hjólreiðamanna
Reykjavík 4. nóvember 2007
Tölvupóstur sendur til: Péturs Bolla Jóhannessonar skipulags og byggingarfulltrúa, Péturs Halldórssonar dagskrárgerðarmanns og á netfangið
Efni: Hjólreiðabrautir og göngustígar á Akureyri
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) óska eftir að koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals í útvarpsþættinum "Vítt og breitt" á Rás 1, fimmtudaginn 25. október sl. Þar ræddi Pétur Halldórsson við Guðmund Hauk Sigurðsson frá Verkfræðistofunni VGK um stígagerð á Akureyri.
Landssamtökin fagna því sem kom fram í viðtalinu að Akureyrarbær skuli frá upphafi leita samráða við ýmsa hagsmunaaðila við stígagerð á Akureyri.
Það kom einnig fram að VGK hefur gert samræmt stígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og að til standi að gera slíkt á Akureyri. LHM hvetur Akureyrarbæ til að fara EKKI sömu leið og farin var á höfuðborgarsvæðinu. Þar var byrjað á kortagerð af stórgölluðu gangstígakerfi og öll vinna lögð í að "endurbæta" kortið fremur en a bæta aðstöðu og umferðaöryggi hjólandi og gangandi vegfarenda. Óánægja er meðal hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu með þennan framkvæmdahátt og nokkuð ljóst að sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu verða nú þegar að taka með öðrum hætti og faglegar á þessum málum.
Ef hugmynd er að auka hjólreiðar á Akureyri og samtímis bæta umferðaröryggi verður að fara aðra leið en farin hefur verið á höfuborgarsvæðinu.
Ekki verður nánar farið út í mistök sem gerð hafa verið á höfuðborgarsvæðinu en ef óskað verður eftir nánari upplýsingum, verður þeim upplýsingum komið á framfæri.
Hjólreiðar eiga ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en bílar með hestum.
Nánari upplýsingar er að finna í hjálögðu viðhengi. (sjá hér neðar)
Landssamtök hjólreiðamanna hafa áratuga reynslu af hjólreiðum til samgangna bæði hér heima og erlendis. Þar er einnig að finna þekkingu á öllu sem tengist hjólreiðum, samgöngum og umferðaröryggi.
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir frekara samstarfi vegna þessrar vinnu hjá Akureyrarbæ, því að samtökunum er umhugað um að sömu mistök verði ekki gerð á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.
Landssamtökin óska eftir upplýsingum um stöðu mála í þessari vinnu og hverjar séu í raun hugmyndir Akureyrarbæjar um þessa framkvæmd.
Undirritaður er tilbúinn til að senda meira efni um umferðaröryggismál, hönnun og frágang hjólreiðabrauta, sé þess óskað.
Með bestu kveðjum,
f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna
Magnús Bergsson
www.hjol.org
Vegna viðtals í útvarpsþættinum "Vítt og breitt" á Rás 1, fimmtudaginn 25. október sl. þar sem Pétur Halldórsson ræddi við Guðmund Hauk Sigurðsson frá Verkfræðistofunni VGK um stígagerð á Akureyri, vilja Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) koma eftirfarandi viðbótarupplýsingum á framfæri:
Hjólreiðar eiga ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en bílar með hestum. Í Reykjavík hefur það sýnt sig að landslagsarkitektar geta hannað gangstéttir og útivistarstíga fyrir gangandi umferð, en það sama á ekki við um hjólreiðabrautir. Eins og kom fram í viðtali Péturs við Guðmund Hauk var það hjólreiðamannvirkjum í Óðinsvéum, Danmörku, til mikilla bóta þegar hönnuðir fóru sjálfir að hjóla. Hjólreiðabrautir verður að leggja samhliða lagningu akvega, í samræmi við almennt leiðarval og ferðavenjur. Hönnuðir þurfa að hafa víðtæka þekkingu á hjólreiðum til samgangna.
Þó að VGK sé án efa gott fyrirtæki á sínu sviði þá ætti Akureyrarbær einnig að athuga hvort ekki væri ráð að leita ráðgjafar erlendis, t. d. má benda á netfang hjá Bypad, http://www.bypad.org
Vert er að benda á að samkvæmt umferðalögum eiga hjólreiðamenn að hjóla á götunum. Þeir eru hins vegar gestir á gangstéttum. Gangstéttir hafa ekki sömu hönnunarforsendur og hjólreiðabrautir. Gangstéttir eru því í fæstum tilfellum hannaðar með hjólreiðar í huga og geta því oftar en ekki verið hættulegri en t.d. akbrautir. Til að auka öryggi hjólreiðafólks má hiklaust mæla með "hjólavísum í vegstæði" (Bike-and-chevron). Sjá:
http://www.sfmta.com/cms/uploadedfiles/dpt/bike/Bike_Plan/Shared Lane Marking Full Report-052404.pdf
og
http://www.bikewalk.net/sessions/58_Lane_markings/Birk/Shared_Lane_Markings_Presentation_9_07_04.pdf
Vegna mikilvægis þess að Akureyrarbær kynni sér mjög vel Bike and Shevron (B&C) útfærsluna verður að útskýra þessa lausn í stuttu máli og á íslensku:
Í fyrsta lagi á Bike and chevron (B&C) ekki að koma í stað hjólreiðabrauta. Hún á aðeins að auka öryggi hjólreiðamanna sem hjóla á götunum. Hjólreiðafólk á nefnilega að hjóla á götunum þó að það sé ekki öllum ljóst.
Menn eru farnir að nota B&C víða um heim ekki aðeins í San Francisco
Það hefur sýnt sig að þar sem B&C er notað finnst hjólreiðafólki það mun öruggara í umferðinni. Ökumenn víkja betur frá hjólreiðafólki.
B&C er mjög ódýr lausn ef menn ætla að bæta umferðaöryggi með skjótum, ódýrum og virkum hætti. Það þarf ekki að breyta skipulagi eða umferðalögum þar sem samgönguráðuneytið telur málefni hjólreiðafólks tilheyra sveitafélögunum.
Hvað sem öðru liður þá er öruggara að hjóla á flestum götum og vera þar sýnilegur ökumönnum en að hjóla eftir einhverjum hliðarstígum sem ökumönnum eru ekki alltaf sýnilegir. Slys á hjólreiðafólki á sér oftast nær stað þar sem stígur þverar akbraut.
B&C hentar mjög vel hjólreiðafólki sem vill nota reiðhjólið sem samgöngutæki. Akvegir eru þegar til staðar og ökumenn þekkja þær leiðir. Þannig er hægt að koma þeim skilaboðum á framfæri að þar má lika hjóla. B&C merkið eitt og sér minnir ökumenn stöðugt á að þarna má lika hjóla og alltaf að búast við að mæta hjólreiðamanni. B&C er margfalt ódýrara en litað malbik. Það er lika mun ódýrara að endurnýja það reglulega.
Sé litið til íslenskra aðstæðna má segja eftirfarandi: Ef B&C er sett í götustæði snemma vors og því fylgir góð kynning í nokkra mánuði í fjölmiðlum ætti B&C að ná tilgangi sínum.
Þó að snjói yfir B&C einhverjar vikur á ári á það við um allar götumerkingar, lika litað malbik. Því er mikilvægt að kynna þetta snemma vors svo að B&C verði allt sumarið fyrir augum og eyrum ökumanna.
Á Íslandi hefur það verið opinber stafna að stía í sundur gangandi og hjólandi umferð frá akandi umferð. Það er röng stefna því að nú er svo komið að Íslenskir ökumenn taka lítið tillit til annarra vegfarenda en bíla. Á sama tíma og hjólandi umferð hefur verið þvinguð upp á gangstéttir hefur ekkert verið gert til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks. Það er ekkert sem bendir til þess að það verði gert á næstu árum miðað við núverandi stefnu í samgöngumálum. Slysahætta á gangstéttum er umtalsverð. Því er mikilvægt að hjólreiðafólk fari aftur út á göturnar og verði þar sýnilegt. Þar er nú þegar fyrir býsna gott samgöngukerfi, rúmgott, án glerbrota, blindhorna eða annarra hindrana. Þar ríkja venjulegar umferðarreglur. Í þessari umræðu vill oft gleymast að reiðhjól er flokkað sem ökutæki í umferðarlögum. Ökumenn verða einfaldlega að taka tillit til þeirra sem eru á götunum. Ökumenn vélknúinna ökutækja eiga ekki einir að njóta bestu samgönguleiða sem völ er á og þegar er búið að kosta miklu til. Aðgreint hjólreiðabrautakerfi er nauðsynlegt samhliða umferðarþungum götum og þar sem nóg landrými er til staðar, en það verður ekki byggt upp á skömmum tíma eða með sama hraða og B&C.
Hvað svo sem virðist vera að gerast á Akureyri eða þótt litið sé til stöðu mála munu líða mörg ár áður en nothæfar hjólreiðabrautir geta orðið að veruleika. Það hefur lika sýnt sig að hjólreiðabrautir eru ekki gallalausar sbr. við Lönguhlíð í Reykjavík. Það ætti að vera kappsmál fyrir Akureyrarbæ að merkja sem flestar götur með B&C. Lagning aðgreindra hjólreiðabrauta og gangstíga koma svo væntanlega á næstu árum. Nánari upplýsingar um B&C má finna með því að slá inn "Bike and chevron" í leitarvélina www.Google.com
Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemd við síðustu samgönguáætlun þar sem Akureyri og nágrenni var til umfjöllunar.
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/020307.htm
Mikilvægt er að 3ja metra breiðar gangstéttir séu ekki merktar með óbrotinni linu til að aðgreina gangandi og hjólandi vegfarendur (1+2 stígur) eins og gert hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar um það í athugasemd LHM við umferðaröryggisáætlun, http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm Ýmsar fleiri upplýsingar má finna á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna www.hjol.org . Einnig má hafa samband við Landssamtök hjólreiðamanna á netfanginu
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við Samgönguáætlun 2007-2018 send nefnasviði Alþingis.
Reykjavík 1. mars 2007
Umsögn um Samgönguáætlun 2007-2010
Í þessari umsögn verður einungis fjallað um þá leiðu staðreynd, að hjólreiðar virðast ekki vera nefndar á nafn í umræddri Samgönguáætlun (SGÁ).
Landssamtök hjólreiðamanna harma, að umsögn samtakanna um umhverfismat samgönguáætlunar, sem send var hlutaðeigandi undir lok nóvember 2006, skuli ekki hafa komist til skila í þá gerð Samgönguáætlunar 2007-2010, sem nú liggur fyrir.
Auk umsagnar Landssamtaka hjólreiðamanna bentu umsagnir Reykjavíkurborgar, Lýðheilsustöðvar og Landverndar um umhverfismat SGÁ allar á nauðsyn þess að auka bæri vægi hjólreiða í áætluninni.
Það er löngu tímabært og mjög mikilvægt, að Samgönguáætlun nái til allra þeirra samgangna, sem eiga samleið á vegum, sem Samgönguáætlunin nær til. Það virðist sífellt þurfa að minna á, að reiðhjól eru farartæki, sem lúta umferðarlögum á akvegum í umsjá Vegagerðar og samgönguráðuneytis. Allt tal um umferðaröryggi, án þess að taka tillit til hjólreiðafólks, er vægast sagt mjög ófaglegt og hættulegt. Þannig vinnubrögð ganga ekki í samgönguáætlun, sem gerð er til nútíðar og framtíðar, að láta sem reiðhjól séu ekki til sem samgöngutæki, hugsanlega aðeins vegna þess, að þau eru ekki vélknúin. Það þarf væntanlega ekki að taka fram, að Landssamtök hjólreiðamanna líta ekki svo á, að reiðhjól komi í stað vélknúinna ökutækja.
Í 1.3 málsgrein á bls. 2 og 1.1.3 málsgrein á bls. 57 um "markmið umhverfislega sjálfbærra samgangna" er ekki minnst á hjólreiðar. Þessar greinar ná aðeins til vélknúinna farartækja. Ekki er sýnilegt, að rannsóknir eigi að fara fram á gildistíma samgönguáætlunarinnar. Þó er ljós þörfin og mikilvægt er að hefja þegar í sumar sjálfvirka talningu á umferð og könnun á ferðavenjum hjólreiðafólks svo að mælanlegur árangur verði sýnilegur, þegar stjórnvöld hefja raunverulegar samgöngubætur í þéttbýli. Um leið og aðstaða til hjólreiða verður bætt, svo að almenningur fái þá tilfinningu, að umferð reiðhjóla sé hættulítil eða hættulaus, munu hjólreiðar aukast í umferðinni.
Það þarf liklega ekki að minna á það enn og aftur, að hjólreiðar eru afar arðbærar sé litið til umhverfis, náttúru, heilbrigði og almenns kostnaðar í samgöngumálum, eins og m.a. skýrsla Norræna ráðherranefndarinnar "CBA of Cycling" sýnir.
Landssamtök hjólreiðamanna leggja til með hliðsjón af framansögðu, að Samgönguáætlun 2007-2010 fái viðauka, sem sérstaklega taki á brýnustu þörfum hjólreiðafólks og þar með sjálfbærum samgöngum.
Mikilvægustu þarfir eru þessar:
1. Nú þegar þarf að skipa starfshóp, sem vinni að bættum samgöngum hjólreiðafólks. Hópurinn hafi það verkefni að endurskoða hönnun umferðarmannvirkja með tilliti til þess að gera hjólreiðabrautir að raunhæfum og samkeppnishæfum kosti í samgöngum. Hópurinn þarf einnig að endurskoða umferðarlög sem varða samskipti akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda. Þá þarf hópurinn að sjá um útgáfu handbókar í anda þess, sem öll nágrannalönd okkar hafa gert, t.d.:
- í Danmörku: Idékatalog for cykeltrafik. Einnig fáanleg á ensku. Collection of Cycle Concepts.
- í Noregi: Nasjonal Sykkelstrategi, og í enskri útgáfu: National Cycling Strategy.
- í Þýskalandi: Nationaler Radverkehrsplan
- í Bretlandi: Bretland: Department for Transport - National cycling strategy
Starfshópurinn þarf að fylgja því eftir, að rétt sé staðið að framkvæmdum þar sem hjólreiðabrautir koma við sögu
Í starfshópnum ættu að sitja fulltrúar frá samgönguráðuneyti, Vegagerðinni, sveitarfélögum og Landssamtökum hjólreiðamanna. Einnig mætti að skoða hvort Landvernd, umhverfisráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti ættu ekki að eiga fulltrúa í starfshópnum.
Starfshópurinn þarf að hefja störf fyrir áramót 2007-2008
2. Fella verður niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum eigi síðar en ári eftir gildistöku Samgönguáætlunar 2007-2010.
3. Telja má nauðsynlegt að samgönguráðuneytið sem og Vegagerðin sæki sér fræðslu um gerð hjólreiðabrauta til nágrannalanda okkar. Mælst er til þess, að horft verði til Hollands í þeim efnum, þar sem þeir standa öðrum þjóðum framar í gerð hjólreiðabrauta.
Má þar nefna CROW, SWOV og KpVV
4. Þegar á þessu ári, 2007, verði leitað allra leiða til að skapa skattalega hagræðingu fyrir þá, sem kjósa að nýta sér sjálfbærar samgöngur. Fyrrnefndur starfshópur fari með og þrói enn frekar þann málaflokk í framtíðinni.
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir málefnalegum skýringum frá samgönguráðuneytinu hvers vegna hjólreiða er ekki getið í Samgönguáætlun 2007-2010.
-- Fylgiskjöl --
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við drög að umhverfismati samgönguáætlunar er að finna á vefslóðum:
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/191106.htm
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/201106.htm
Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna um vegalög er á vefslóðinni:
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/150207.htm
Athugasemd Landssamtaka hjólreiðamanna við umferðaröryggisáætlun 2002-2010 er á vefslóð:
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm
-- Tenglar --
Fietsberaad (Hollenska "Hjólaráðið". Mjög góður gagnagrunnur)
http://www.fietsberaad.nl/
Bundesministerium für Verkehr, Bau und Stadtentwicklung - Radverkehrsplan
http://www.nationaler-radverkehrsplan.de/
Vejdirektoratet - Idékatalog for cykltrafik
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=9178
Department for Transport - National cycling strategy
http://www.dft.gov.uk/pgr/sustainable/cycling/ncs/nationalcyclingstrategy
Statens vegvesen - Syklist
http://www.vegvesen.no
CBA of Cycling
http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2005:556
Umsögn þessa er hægt að nálgst á vefslóðini
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/010307.htm
Fyrir hönd Landssamtök hjólreiðamanna
_________________________________________________
Magnús Bergsson
Það er mikið fagnaðarefni og löngu tímabært, að hjólreiða- og göngustígar skuli nú vera skilgreindir í vegalögum. Fram til þessa hefur mátt ætla, að gangandi og hjólandi umferð teljist vart til umferðar eða samgangna. En betur má, ef duga skal.
Í samgönguáætlun er heimilt að veita fé til almennra hjólreiða- og göngustíga meðframumferðarmestu þjóðvegum samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð skal að höfðu samráði við sveitarfélög.
Í þessari málsgrein er í raun að finna alla þá nýbreytni, sem finna má í vegalögum um sjálfbærar samgöngur.
Orðalagið “hjólreiða- og göngustígar” er afar óljóst. Ætla má í fljótu bragði, að áfram eigi að blanda saman þessari ólíku umferð á gangstéttum, svo sem verið hefur. Ef svo er, munu þessi vegalög ekki teljast framsækin. Fyrirhuguð vegalög verða að taka á þeim vanda, sem nú ríkir á gangstéttum. Gangandi og hjólandi umferð á ekki samleið, ekki fremur en akandi og ríðandi.
Í umræddum vegalögum má sjá, að Samgönguráðuneytið telur það sitt helsta verk að móta skipulag akbrauta á landsvísu, þar sem bíllinn er í fyrirrúmi og talinn ómissandi farartæki. Líklega er þetta arfleifð fyrri tíma. En í dag liggja akbrautir í umsjá Samgönguráðuneytis og Vegagerðar ríkisins tiltölulega þétt um þéttbýl svæði, svo sem á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir, að upptaka orðalagsins “hjólreiða- og göngustíga” sé tilkomin vegna þessarar staðreyndar. Vegalög taka nokkuð faglega á umferð vélknúinnar umferðar, en þegar kemur að sjálfbærum samgöngum, sem henta best í þéttbýli, virðist vanta alla fagmennsku. Sést það best á því, að ofangreind 27. málsgrein, sem ekki er orðlöng, er í raun endurtekin hvað eftir annað í umræddum vegalögum. Á það skal bent, að auknar hjólreiðar eru besta leiðin til að minnka svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu, sem aðallega stafar frá vélknúinni umferð um stofnbrautir þær, sem eru innan samgönguáætlunar.
Þá segir enn fremur: …skal að höfðu samráði við sveitarfélög.
Það er reynsla Landssamtaka hjólreiðamanna, að viðhorf sveitarfélaga til gangstétta, og nú nýverið Reykjavíkurborgar til hjólreiðabrauta, eru afar ólík. Það er háð duttlungum einstakra embættismanna eða pólitískra fulltrúa hvort, hvar og hvernig gangstéttir eða hjólreiðabrautir liggja. Það hefur reynst afar bagalegt, því að undantekning er, ef tillit er tekið til aðstæðna hér á landi, t.d. þeirri staðreynd, að hjólreiðar eru stundaðar á gangstéttum, ólíkt því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Það er einnig alger undantekning, að haft sé samráð við fagaðila eins og Landssamtök hjólreiðamanna við hönnun þessara samgönguæða, eða við undirbúning einstakra verkþátta. Það er afar mikilvægt, að haft sé samráð við Landssamtökin, ef sátt á að nást um gerð og hönnun hjólreiðabrauta. Því er ekki nóg að aðeins sé haft samráð við sveitarfélögin. Starfsmenn þeirra bera ekki alltaf skyn á þarfir hjólandi umferðar. Samgönguráðuneytið á að sýna sóma sinn í því að setja nú þegar á fót nefnd eins og öll nágrannalönd okkar hafa gert, og skilgreina hjólreiðabrautir sérstaklega. Það er ekki síst mikilvægt vegna þess, að staðla verður hönnun og gerð þeirra, sem og samspil við aðrar samgönguæðar. Þannig má koma í veg fyrir ruglingslega hönnun gangstétta og hjólreiðabrauta. Það mun aðeins auka veg sjálfbærra samgangna, ekki síst í þéttbýli, þar sem ekki er vanþörf á. Þá mun slík framför kalla á endurskoðun umferðarlaga, sem fyrir löngu er orðin tímabær. Því ófremdarástandi, sem ríkt hefur á gangstéttum, er liklega best lýst í athugasemd, sem Landssamtök hjólreiðamanna gerðu við Umferðaröryggisáætlun 2002-2012 og fylgir hér með sem fylgiskjal.
Landssamtök hjólreiðamanna hvetja til þess, að umræddum Vegalögum verði breytt. Að orðalaginu “hjólreiða- og göngustígar” verði breytt í “hjólreiðabrautir og gangstéttir” svo að skýrt sé, að átt er við aðgreindar samgönguæðar.
Þá er mikilvægt að finna því stað í vegalögum, að settur verði á fót samráðshópur um gerð og hönnun hjólreiðabrauta. Þar ættu fulltrúar frá Samgönguráðuneytinu, Vegagerðinni, sveitarfélögum og Landssamtökum hjólreiðamanna að eiga sæti.
Hvað eru hjólreiðabrautir?
Hér á landi hafa gangstéttir ekki verið hannaðar með hjólreiðar í huga. Því hafa þær ekki verið góður kostur í samgöngum. Hröð hjólandi umferð á ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en hestar með bílaumferð. Að frumkvæði Reykjavíkurborgar hafa aðgreindar hjólreiðabrautir aðeins verið lagðar mjög stuttar vegalengdir og því engin reynsla komin á þær.
Þriðjungur ferða í Reykjavík er styttri en einn kílómetri, og tveir þriðju styttri en þrír kílómetrar. Það er því stór hópur fólks, sem auðveldlega gæti ferðast með öðrum hætti en með bílum.
Hjólreiðabraut er smækkuð mynd akvegar fyrir bíla og því ekki gangstétt. Ef rétt er að málum staðið hafa hjólreiðabrautir sama vægi í samgöngum og akbrautir.
Kostnaður við gerð hjólreiðabrauta er óverulegur, ef þær eru lagðar samtímis annarri vegaframkvæmd. Arðsemi hjólreiðabrauta er margfaldur, sé aðeins litið til heilbrigðisþátta. Að sama skapi lækka hjólreiðabrautir rekstrarkostnað akvegakerfisins, þar sem reikna má með fækkun ökuferða sem nemur fjölgun hjólreiðamanna. Því fleiri sem kjósa að hjóla, þeim mun betri verður álagsdreifing í samgöngukerfinu í heild og skilvirkni þess um leið mun betri. Rekstrarkostnaður hjólreiðabrauta er óverulegur samanborið við rekstur akbrauta, þar sem afl og þyngd reiðhjóla er einungis örlítið brot af afli og þyngd vélknúinna ökutækja. Hjólreiðabrautir taka ekki aðeins við umferð reiðhjóla heldur lika rafmagnsreiðhjóla sem eru í hraðri framþróun um þessar mundir. Þær opna möguleika fyrir marga sem fara vilja ferða sinna með vistvænum hætti og án þess að vera í hættu af bílaumferð eða reyna mikið á sig. Þannig taka hjólreiðabrautir við umferð farartækja sem ekki er talið óhætt að séu á hættulegum akbrautum.
Innan íbúðahverfa með 30 km hámarkshraða geta hjólreiðabrautir og gangstéttir haft forgang fram yfir akvegi. Þannig mætti auka öryggi óvarinna vegfarenda innan þeirra svæða með því að þrengja götumyndina með hjólreiðabrautum fremur en hraðahindrunum og umferðareyjum. Hjólreiðabrautir ætti að leggja meðfram öllum vegum þar sem umferðin er umfram ákveðinn fjölda ökutækja eða þar sem hætta er talin stafa af hraðri umferð. Eðlilegur meðalhraði á hjólreiðabrautum er u.þ.b.30 km/klst. Slysahætta er því talsvert minni þar en á akbrautum. Forðast ber að leggja hjólreiðabrautir í hlykkjum eða um mishæðótt landsvæði. Samræmdar umferðarreglur gilda um akandi og hjólandi vegfarendur. Umferðarljós, skilti og vegmerkingar eru af sama toga svo að vegfarendur þurfa ekki að fara eftir mismunandi reglum hvort sem þeir eru akandi eða hjólandi. Þá verða ökumenn að horfast í augu við aukinn rétt annarra vegfarenda s.s. aðalbrautarrétt hjólreiðabrautar o.s.frv. Hjólreiðabrautir kalla því á endurbætta hönnun akbrauta ekki síst við gatnamót.
Vegagerðir norðurlandaþjóðanna (sem og margra annarra þjóða) hafa þegar gefið út handbækur um stefnu sína og til leiðbeiningar um gerð hjólreiðabrauta. Hér skulu nefndar handbækur frá tveimur löndum:
Danmörk: Idékatalog for cykeltrafik. Einnig fáanleg á ensku. Collection of Cycle Concepts.
Noregur: Nasjonal Sykkelstrategi, og í enskri útgáfu: National Cycling Strategy
Arðsemi hjólreiðabrauta er ótvíræð.
Tæplega þarf að minnast á allan þann heilsufarslega ávinning sem í hjólreiðum felst. Jafnframt má gera ráð fyrir því, að limlestingum og dauðsföllum í umferðinni fækki þar sem færri taka þá áhættu að aka bíl. Því fleiri sem kjósa að nota reiðhjól spara samfélaginu gríðarlegar upphæðir. Arðsemi hjólreiðabrauta er því margfaldur á við akvegi þótt aðeins sé litið til heilbrigðisþátta.
Hér á landi hefur ekki verið farið út í arðsemisútreikninga á hjólreiðum en það hefur verið gert víða erlendis. Hér eru nefnd tvö dæmi:
Norðurlandaráð hefur gefið út skýrslu um úrval rannsókna sem sýna fjárhagslegan ávinning af hjólreiðum. Einhverra hluta vegna tóku Íslendingar ekki þátt í þessari úttekt: CBA of Cycling
Frá Noregi kemur Gang- og sykkelvegnett i norske byer (og stutt samantekt á norsku og ensku).
Skuldbinding Íslands um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Hjólreiðar til samgangna eru sjálfbærar. Frá þeim stafar ekki hávaði, svifryksmengun, losun koldíoxiðs eða annarra eiturefna. Landnýting hjólreiðabrauta gerist vart betri. Förgun reiðhjóla og spilliefna vegna þeirra er óveruleg. Aukin hlutdeild hjólreiða í samgöngum er því langbesti kosturinn til að fullnægja skuldbindingarloforðum s.s. mælt er með í Staðardagskrá 21 sem og öðrum alþjóðaskuldbindingum sem varða stefnu í loftslagsmálum.
Nú þegar stefnir í neyðarástand í loftslagsmálum heimsins (http://www.ipcc.ch/). Ísland getur ekki skorast undan því að bregðast við með afgerandi hætti. Þriðjungur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi stafar af samgöngum (pdf 3.0Mb). Það ætti því að vera skylda samgönguráðuneytisins og sveitafélaga að bregðast við nú þegar og breyta stefnu sinni í samgöngumálum. Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki við að hvetja almenning til notkunar sjálfbærra farartækja. Engin lausn í samgöngumálum er jafn áhrifarík og að byggja upp hjólreiðabrautakerfi sem er samkeppnishæft við akbrautir, ekki síst í þéttbýli. Samgönguráðuneytið verður að móta verklagsreglur eins og nágrannalöndin hafa gert, svo að hreppapólitík sveitafélaganna stöðvi ekki þá framþróun. Til að svo geti orðið verða skýrar verklagsreglur um gerð hjólreiðabrauta að komast í vegalög og samgönguáætlun til jafns við akbrautir.
Vefsíður, fylgiskjöl og upplýsingar í tölum
Idékatalog for cykeltrafik. (Sjálf handbólkin pdf. 15.3Mb)
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=9178
Collection of Cycle Concepts:
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=17291
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=11566
Nasjonal sykkelstrategi:
http://www.vegvesen.no/servlet/Satellite?cid=1069341245354&pagename=vegvesen/Page/SVVsubSideInnholdMal&f=true&c=Page
CBA of Cycling
http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2005:556
Gang- og sykkelvegnett i norske byer
http://www.shdir.no/aktiveskolebarn/fakta/gang__og_sykkelvegnett_i_norske_byer_46141
http://miljo.toi.no/index.html?25810
Cycling: the way ahead for town and cities (European Commission)
http://ec.europa.eu/environment/cycling/cycling_en.htm
UK National Cycling Strategy. (Department for Transport)
http://www.dft.gov.uk/stellent/groups/dft_susttravel/documents/page/dft_susttravel_503877.hcsp
Trafikdage på AAU, 2002 (Civilingeniør Troels Andersen, Odense Kommune)
http://www.cykelby.dk/pdf/cykelvenliginfrastruktur.pdf (pdf 1.0 Mb)
http://www.sykkelby.no
http://cykelby.dk
Odense – Danmarks Nationale Cykelby
http://www.cykelby.dk/pdf/cykel_inet.pdf (pdf 2.5Mb)
http://www.nationaler-radverkehrsplan.de/
Odense Magasinet 2002 (pdf 7,6 MB)
Odense Magasinet 2001 (pdf 1,3 MB)
http://www.completestreets.org/
http://www.share-the-road.org/
Þingsályktunartillgaga sem lýtur að því að koma hjólreiðabrautum í vegalög.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html
Umsagnir Landssamtaka hjólreiðamanna við tillögu að breytingu á vegalögum má finna á vef samtakana http://hjol.org
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/071106.htm
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/081106.htm
Skýrsla Vegagerðarinnar frá 2001 um losun gróðurhúsalofttegunda og samgöngur
http://www.samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/grodurhusaloft.pdf (pdf 3.0Mb)
Fjórða skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. http://www.ipcc.ch/
Fylgiskjal: Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun 2002-2012 (umferdaroryggi_lhm.pdf)
Umsögn þessa má nálgast með virkum linkum á vefslóðinni:
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/150207.htm
Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna
_________________________________________________________________
Magnús Bergsson
Pósthólf 5193
125 Reykjavík
Main Options Status Category * - Skjöl Featured Featured No Yes Access Tags Note Version Note
Reykjavík, 24. nóvember 2006
Efni: Aðgreind hjólreiðabraut milli Hveragerðis og Reykjavíkur
Þessa dagana stendur yfir endurskoðun á vegalögum, umferðarlögum og samgönguáætlun. Af því tilefni vilja Landssamtök hjólreiðamanna minna stjórn Hveragerðisbæjar á, að nú er svo gott sem ófært fyrir hjólreiðamenn að hjóla yfir Hellisheiði vegna mikillar og hættulegrar bílaumferðar. Í flestum nágrannalöndum okkar mundi fyrir löngu vera búið að leggja aðgreinda hjólreiðabraut meðfram jafn umferðarþungri akbraut sem yfir Hellisheiði liggur.
Landssamtök hjólreiðamanna hafa fullan hug á því að mæla með aðgreindri hjólreiðabraut milli Hveragerðis og höfuðborgarsvæðisins, svo að hjólreiðafólk, sem og óvélknúin farartæki önnur, hafi möguleika á því að komast hættulaust milli þessara staða.
Í vegalögum og samgönguáætlun, sem nú eru í endurskoðun er minnst á að heimilt verði að veita fé sem fari til vegamála til lagningar “hjóla- og göngustíga”. Sú skilgreining er afar óljós, því að hér er væntanlega aðeins verið að tala um “gangstéttir” í skilningi núgildandi laga en ekki aðgreindar hjólreiðabrautir. Ef hagsmunir allra samgöngukosta eru hafðir að leiðarljósi og lögð verður aðgreind hjólreiðabraut yfir Hellisheiði mun það knýja á um ýtarlega endurskoðun vegalaga, umferðalaga sem og samgönguáætlunar með tilliti til umferðar hjólreiðamanna.
Fram til þessa hefur vantað alla stefnu hjá sveitafélögum í lagningu hjólreiðabrauta sem þó er mikilvægur þáttur í Staðardagskrá 21 og einn besti kosturinn ef efla á sjálfbærar samgöngur. Að hluta til stafar þetta stefnuleysi ekki síst af því, að hjólreiðabrautir eru ekki nefndar á nafn í vegalögum, samgönguáætlun eða umferðarlögum.
Landssamtök hjólreiðamanna hvetja því Hveragerðisbæ til að knýja á um að samgönguráðuneytið móti verklagsreglur um gerð sérstakra hjólreiðabrauta í samráði við sveitafélög og hagsmunafélög. Það er ákaflega mikilvægt að af þessu geti orðið nú þegar, svo að sveitafélög geti sjálf og sín á milli farið að móta samræmda sjálfbæra samgöngustefnu í anda Staðardagskrár 21 og yfir Hellisheiði verði lögð sérstök hjólreiðabraut.
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis, að menn fari að ræða málefni hjólreiðamanna:
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html
Landssamtök hjólreiðamanna hvetja til þess, að þessi þingsályktunartillaga fái brautargengi nú þegar, svo að efni hennar og aðgerðir rati bæði í Vegalög og næstu samgönguáætlun í samráði við hagsmunaaðila.
Hvað eru hjólreiðabrautir?
Hér á landi hafa gangstéttir ekki verið hannaðar með hjólreiðar í huga. Því hafa þær ekki verið góður kostur í samgöngum. Hröð hjólandi umferð á ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en hestar með bílaumferð. Að frumkvæði Reykjavíkurborgar hafa aðgreindar hjólreiðabrautir aðeins verið lagðar mjög stuttar vegalengdir og því engin reynsla komin á þær.
Þriðjungur ferða í Reykjavík er styttri en einn kílómetri, og tveir þriðju styttri en þrír kílómetrar. Það er því stór hópur fólks, sem auðveldlega gæti ferðast með öðrum hætti en með bílum.
Hjólreiðabraut er smækkuð mynd akvegar fyrir bíla og því ekki gangstétt. Ef rétt er að málum staðið hafa hjólreiðabrautir sama vægi í samgöngum og akbrautir.
Kostnaður við gerð hjólreiðabrauta er óverulegur, ef þær eru lagðar samtímis annarri vegaframkvæmd. Arðsemi hjólreiðabrauta er margfaldur, sé aðeins litið til heilbrigðisþátta. Að sama skapi lækka hjólreiðabrautir rekstrarkostnað akvegakerfisins, þar sem reikna má með fækkun ökuferða sem nemur fjölgun hjólreiðamanna. Því fleiri sem kjósa að hjóla, þeim mun betri verður álagsdreifing í samgöngukerfinu í heild og skilvirkni þess um leið mun betri.
Rekstrarkostnaður hjólreiðabrauta er óverulegur samanborið við rekstur akbrauta, þar sem afl og þyngd reiðhjóla er einungis örlítið brot af afli og þyngd vélknúinna ökutækja. Hjólreiðabrautir taka ekki aðeins við umferð reiðhjóla heldur lika rafmagnsreiðhjóla sem eru í hraðri framþróun um þessar mundir. Þær opna möguleika fyrir marga sem fara vilja ferða sinna með vistvænum hætti og án þess að vera í hættu af bílaumferð eða reyna mikið á sig. Þannig taka hjólreiðabrautir við umferð farartækja sem ekki er talið óhætt að séu á hættulegum akbrautum.
Innan íbúðahverfa með 30 km hámarkshraða geta hjólreiðabrautir og gangstéttir haft forgang fram yfir akvegi. Þannig mætti auka öryggi óvarinna vegfarenda innan þeirra svæða með því að þrengja götumyndina með hjólreiðabrautum fremur en hraðahindrunum og umferðareyjum. Hjólreiðabrautir ætti að leggja meðfram öllum vegum þar sem umferðin er umfram ákveðinn fjölda ökutækja eða þar sem hætta er talin stafa af hraðri umferð. Eðlilegur meðalhraði á hjólreiðabrautum er u.þ.b.30 km/klst. Slysahætta er því talsvert minni þar en á akbrautum. Forðast ber að leggja hjólreiðabrautir í hlykkjum eða um mishæðótt landsvæði. Samræmdar umferðarreglur gilda um akandi og hjólandi vegfarendur. Umferðarljós, skilti og vegmerkingar eru af sama toga svo að vegfarendur þurfa ekki að fara eftir mismunandi reglum hvort sem þeir eru akandi eða hjólandi. Þá verða ökumenn að horfast í augu við aukinn rétt annarra vegfarenda s.s. aðalbrautarrétt hjólreiðabrautar o.s.frv. Hjólreiðabrautir kalla því á endurbætta hönnun akbrauta ekki síst við gatnamót.
Vegagerðir norðurlandaþjóðanna (sem og margra annarra þjóða) hafa þegar gefið út handbækur um stefnu sína og til leiðbeiningar um gerð hjólreiðabrauta. Hér skulu nefndar handbækur frá tveimur löndum:
Danmörk: Idékatalog for cykeltrafik. (Viðurkennd sú besta) Einnig fáanleg á ensku.Collection of Cycle Concepts.
Noregur: Nasjonal Sykkelstrategi, og í enskri útgáfu: National Cycling Strategy
Arðsemi hjólreiðabrauta er ótvíræð.
Tæplega þarf að minnast á allan þann heilsufarslega ávinning sem í hjólreiðum felst. Jafnframt má gera ráð fyrir því, að limlestingum og dauðsföllum í umferðinni fækki þar sem færri taka þá áhættu að aka bíl. Því fleiri sem kjósa að nota reiðhjól spara samfélaginu gríðarlegar upphæðir. Arðsemi hjólreiðabrauta er því margfaldur á við akvegi þótt aðeins sé litið til heilbrigðisþátta.
Hér á landi hefur ekki verið farið út í arðsemisútreikninga á hjólreiðum en það hefur verið gert víða erlendis. Hér eru nefnd tvö dæmi:
Norðurlandaráð hefur gefið út skýrslu um úrval rannsókna sem sýna fjárhagslegan ávinning af hjólreiðum. Einhverra hluta vegna tóku Íslendingar ekki þátt í þessari úttekt: CBA of Cycling
Frá Noregi kemur Gang- og sykkelvegnett i norske byer (og stutt samantekt á norsku og ensku).
Skuldbinding Íslands um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Hjólreiðar til samgangna eru sjálfbærar. Frá þeim stafar ekki hávaði, svifryksmengun, losun koldíoxiðs eða annarra eiturefna. Landnýting hjólreiðabrauta gerist vart betri. Förgun reiðhjóla og spilliefna vegna þeirra er óveruleg. Aukin hlutdeild hjólreiða í samgöngum er því langbesti kosturinn til að fullnægja skuldbindingarloforðum s.s. mælt er með í Staðardagskrá 21 sem og öðrum alþjóðaskuldbindingum sem varða stefnu í loftslagsmálum.
Nú þegar stefnir í neyðarástand í loftslagsmálum heimsins. Ísland getur ekki skorast undan því að bregðast við með afgerandi hætti. Þriðjungur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi stafar af samgöngum (pdf 3.0Mb). Það ætti því að vera skylda samgönguráðuneytisins og sveitafélaga að bregðast við nú þegar og breyta stefnu sinni í samgöngumálum. Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki við að hvetja almenning til notkunar sjálfbærra farartækja. Engin lausn í samgöngumálum er jafn áhrifarík og að byggja upp hjólreiðabrautakerfi sem er samkeppnishæft við akbrautir, ekki síst í þéttbýli. Samgönguráðuneytið verður að móta verklagsreglur eins og nágrannalöndin hafa gert, svo að hreppapólitík sveitafélaganna stöðvi ekki þá framþróun. Til að svo geti orðið verða skýrar verklagsreglur um gerð hjólreiðabrauta að komast í vegalög og samgönguáætlun til jafns við akbrautir.
Vefsíður, fylgiskjöl og upplýsingar í tölum
Bréf þetta með virkum tenglum má nálgast á vefslóðini: http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/241106.htm
Idékatalog for cykeltrafik. (Sjálf handbólkin pdf. 15.3Mb)
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=9178
Collection of Cycle Concepts:
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=17291
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=11566
Nasjonal sykkelstrategi:
http://www.vegvesen.no/servlet/Satellite?cid=1069341245354&pagename=vegvesen/Page/SVVsubSideInnholdMal&f=true&c=Page
CBA of Cycling
http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2005:556
Gang- og sykkelvegnett i norske byer
http://www.shdir.no/aktiveskolebarn/fakta/gang__og_sykkelvegnett_i_norske_byer_46141
http://www.toi.no/article5085-8.html
http://www.toi.no/article17775-29.html
Cycling: the way ahead for town and cities (European Commission)
http://ec.europa.eu/environment/cycling/cycling_en.htm
UK National Cycling Strategy. (Department for Transport)
http://www.dft.gov.uk/stellent/groups/dft_susttravel/documents/page/dft_susttravel_503877.hcsp
Trafikdage på AAU, 2002 (Civilingeniør Troels Andersen, Odense Kommune)
http://www.cykelby.dk/pdf/cykelvenliginfrastruktur.pdf (pdf 1.0 Mb)
http://www.sykkelby.no
http://cykelby.dk
Odense – Danmarks Nationale Cykelby
http://www.cykelby.dk/pdf/cykel_inet.pdf (pdf 2.5Mb)
http://www.nationaler-radverkehrsplan.de/
Odense Magasinet 2002 (pdf 7,6 MB)
Odense Magasinet 2001 (pdf 1,3 MB)
http://www.completestreets.org/
http://www.share-the-road.org/
Þingsályktunartillgaga sem lýtur að því að koma hjólreiðabrautum í vegalög.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html
Umsagnir Landssamtaka hjólreiðamanna við tillögu að breytingu á vegalögum má finna á vef samtakana http://hjol.org
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/071106.htm
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/081106.htm
Skýrsla Vegagerðarinnar frá 2001 um losun gróðurhúsalofttegunda og samgöngur
http://www.samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/grodurhusaloft.pdf (pdf 3.0Mb)
Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna
______________________________________
Magnús Bergsson
2. maí 2005. Tölvupóstur sendur til Óla H. Þórðarsonar formanns Umferðarráðs vegna kröfu Tryggingafélagana um almenna lögleiðingu reiðhjólahjálma
Gerð af Landssamtökum hjólreiðamanna: PDF útgáfa: Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun 2002-2012
Page 2 of 2